Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 66
urinn. Veslings Danni Freeman.
Fari það kolað, þrátt fyrir allt
hafði ég kunnað vel við mann-
inn.
ÉG FANN til samúðar með
ekkjunni. Ósjálfrátt teygði ég
mig eftir símanum. Ég bað um
sveitasetur Danna og beið þess
að þjónninn kæmi í símann.
Augnabliki síðar lá við að ég
missti áhaldið úr höndunum.
Það var eins og ég fengi bylm-
ingshögg undir bringubeinið,
þegar ég heyrði sagt: „Halló!
Hvað, Artúr! Hvernig hefur þú
það, gamli?“
Rödd Danna, letileg og þægi-
leg að vanda, svo að ekki var
um að yillast.
„Danni!“ Það var eins og ég
væri að kafna.
„Hvað í ósköpunum er að,
gamli?“
„Danni!“ Ég saup hveljur. „Þú
ert heill á húfi! Þú ert á lífi!“
„Hvað? Nú, auðvitað er ég lif-
andi, gamli.“
„En flugvélin, Danni? Þú
varst ekki með!“
Rödd Danna varð nú sjálfs-
ásakandi. „Nei, gamli. Ég er
hræddur um að ég hafi misst af
henni, bölvaðri. Þú veizt hvað
ég er slæmur með að komast
fram úr á morgnana.“
„Hefurðu ekki séð blöðin?“
„Ha? Nei, gamli. Gallagher
vakti mig, en — jæja, ég býst
við að ég hafi sofnað aftur.“
Hann geispaði. „Þeir verða bara
að byrja þessa blessaða ráð-
stefnu án mín.“
Ég tók andköf. „Það er rétt,
Danni.“ Rödd mín varð að
hvísli. „Þeir verða bara — að
byrja án þín.“
Skjálfandi lagði ég áhaldið á.
Ég treysti ekki sjálfum mér til
að koma upp orði. Gegnum ó-
ljósar hugrenningar mínar
fannst mér ég heyra rödd föð-
ur míns gefa mér heilræði:
„Vertu ávallt kominn á stöðina
fimm mínútum áður en lestin á
að koma. Stundvísin skaðar
aldrei neinn.“ Og skyndilega, án
þess að gera mér grein fyrir því,
var ég því feginn að yera ekki
Danni Freeman, því að á þessari
stundu virtist ráðið eðlilegt og
heilbrigt. Og svei mér ef það
var ekki lífsregla, sem var þess
virði, að fyrir hana væri látið
lífið. *
HEIMILISRITIÐ, aukahefti sumarið 1952. Útgefandi: Helgafell, Veghúsastíg 7,
Reykjavík, sími 6837. — Geir Gunnarsson valcli sögurnar. — Prentsmiðja:
Víkingsprent, Garðastræti 17, sími 2864. — Verð þessa heftis er 8 krónur.
64
HEIMILISRITIÐ