Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 15
„Sjálfsagt“, svaraði Jeny, „og ég á þá víst ekki heldur að segja því, að við séum að paufast við að setjast eftir mælunum einum og sjáum ekki spönn frá okkur“. „Farð’u“, sagði Brad, „og komdu fljótt aftur. Mér þykir sjálfum gott að hafa einhvern hjá mér í svona veðri“. Jerry reis á fætur og fór inn í farþegaklefann. Hann kinkaði kolli til flugþernunnar og brosti við og við til farþeganna — roskinnar, gráhærðrar konu, ungrar konu, sem var með smá- barn, tveggja feitra manna, sem voru að skrifa eitthvað í vasa- bækurnar sínar, tveggja kvenna, sem hann þóttist vita að væru skólakennarar, og ungra hjóna, sem voru augsýnilegá nýgift. Vélin valt og tók dýfur, og Jerry liélt áfram að brosa við farþegunum. En svo hvarf bros- ið allt í einu af andliti hans, og hann stóð grafkyrr og glápti eins og naut á nývirki. Aftast í vél- inni sat Ijóshærð' stúlka. Jerry hafði, ef svo mætti að orði kveða, innt af hendi herþjónustu sína varðandi ljóshærðar stúlk- ur og áleit sjálfur, að hann væri nú orðinn ónæmur, en þessi stúlka hafði sólglitað hár, græn augu, og svo mjúklegan líkama, að honum datt í hug svart pard- usdýr. Jerry tyllti sér við hliðina á henni eins og það væri alveg sjálfsagt, en hafði þó eitthvert hugboð um, að félagið hefði lagt blátt bann við því, að þeir væru að stíga í vænginn við kvenfar- þega. „Ég heiti Jeny McCullough, aðstoðarflugmaður“, sagði hann. „Og ég heiti Judith Reynolds“. „Ætlið þér langt að fara?“ spurði Jerry. Hann minntist þess allt í einu að hann átti að bíða nokkra daga í Monterey, og hver vissi nema...... „Dalen!“ svaraði hún. „Dalen?“ sagði Jerry. Nú, Dalen! Hvar — hvar er það?“ „Skammt frá Charmel. Hafið þér aldrei heyrt minnst á Dal- en?“ Hjartað hoppaði í brjóstinu á Jerry. Hann hafði óttast að hún ætlaði til Los Angeles eða Las Vegas. En skammt frá Charmel. Það var stutt þangað. „Nújá — Dalen“, sagði hann. „Reynoldsbúgarðurinn“, sagði hún. „Lucky Boy v. Blue Dan- ube og Greatheart!“ Jerry glápti á hana. Eg hef ekki hugmynd um, hvað hún er að tala um, hugsaði hann, en ef hún vill bara tala við mig, skal ég hlusta á hana, og það þótt hún fari að tala grænlenzku. „Þér kannist líka vafalaust SUMARHEFTI, 1952 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.