Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 9
ekki verið með öllum mjalla,“
sagði hann kæruleysislega.
„Hvað ætti svo sem að ske hér?
Faraniki er óbreytanleg."
„Nei, ég veit ekki,“ sagði
Brownhill og gekk heim að hús-
inu. „Mér datt það bara svona í
hug, þú lítur út eins og venju-
legur maður. Ég var kominn á
fremsta hlunn með að taka þig
fastan í greiðaskyni við þig sjálf-
an,“ sagði Brownhill.
„Mér hefur aldrei á ævinni
liðið betur en hér.“
„Ég tala ekki um vöðva þína
eða mel'tingu. En ég hef aldrei
séð betri sönnun fyrir hinu forna
spakmæli, að ekki sé gott að
maðurinn sé einsamall. Þú varst
óstyrkur á taugum og alveg að
fara í hundana. í sannleika sagt,
bjóst ég ekki við að finna þig
lifandi í þetta sinn. En mér get-
ur skjátlast, því ég sé, að þér
líður prýðilega í paradís þinni.
Það igleður mig, því sjálfsmorð
þitt myndi hafa valdið mér
miklum óþægindum.“
Þeir gengu upp í sólbyrgið,
fengu sér sopa og skáluðu og
gerðu að gamni sínu.
„Ástæðan til, að ég kem hing-
að nú, er „Orinoco“, sem kom
hér við. Segðu mér, varð einn
farþeginn hér eftir?“
Öll framtíð Luke var komin
undir því, hvemig hann brygð-
ist við þessu. Vissan um það
veitti honum fullkomna stjórn
á sjálfum sér.
„Varð eftir? Við hvað áttu?
Stúlka, segir þú? Og fegurðar-
dís þar að auki? Skyldi ég vera
svo heppinn? Falleg stúlka, sem
fellur af himnum ofan niður í
fangið á mér? Nei, komdu mér
ekki til að hlæja, segðu mér
heldur meira.“
„Það er merkileg saga. Dag-
inn eftir að „Orinoco“ fór héðan,
saknaði kona nokkur, lady Tut-
ton-Finch, töluvert mikils af
igimsteinum og peningum. Svo
kom í ljós, að samkvæmisdam-
an hennar, stúlka að nafni Kate
Smith, hafði fleygt sér fyrir
borð og tekið munina með sér
í hefndarskyni. Að því er ég
bezt veit, var varla hægt að lá
henni það, því kerlingarskrukk-
an var mesta skepna.“
„Ég kannast við hana,“ sagði
Luke af tilfinningu.
„Gott, eftir að hafa kvalið
hana í langan tíma, sagði kerl-
ing henni upp starfinu, hér úti
á hala veraldar, og neitaði að
greiða henni kaupið eða ferðina
fyrir hana heim. Henni var bara
skipað að fara í land í næstu
höfn. Kerlinguna ætti að dæma
fyrir morð, því hún hefur án
efa valdið dauða stúlkunnar. En
svo datt þeim í hug, að ef til
SUMARHEFTI, 1952
7