Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 40
Hann hafði auðvitað kysst hana
til að byrja með. Vitanlega. Og
hún hafði endurgoldið kossa
hans. En hvað það hlaut að vera
dásamlegt að vera Honoría ...
svona rík, svona glæsileg ... og
hafa mann eins og Richard til
að dást að sér. Hún leit á hann
... en hvað hann var í rauninni
álitlegur! Richard var einn af
þeim mönnum, sem manni leizt
betur og betur á, þegar maður
kynntist honum.
„Hvað nú?“ greip Richard
fram í hugsanir hennar. „Ég veit
ekki hvernig ég á að fá föður
hennar til að gefa samþykki sitt.
Hann verður áreiðanlega mót-
fallinn þessum ráðahag.“
„Þú verður að ráða fram úr
því,“ svaraði Edith og leit und-
an ... það var andstyggilegt
hversu sólskinið skar í augun ...
þau fylltust af vatni. „Ef ekki
dugar annað, verðurðu að nema
hana á brott. Heyrðu, stanzaðu
hérna, eigum við ekki að setjast
þarna í brekkuna og borða!“
Edith stökk fyrr út og hljóp
á undan ... hún varð að snýta
sér, áður en Richard tæki eftir
nokkru ... hann gæti haldið, að
hún væri í þann veginn að gráta.
Hún reyndi að depla augunum
og hrekja burt tárin, en hnaut
í sama bili um stein. Hún datt
... og svo varð allt dimmt fyr-
ir augum hennar.
Þegar hún rankaði við sér, lá
hún með höfuðið á hné Ric-
hards, og hann strauk henni
blíðlega um vangann og sagði
lágt:
„Finnurðu mikið til, góða?
Liggðu bara róleg.“
Og svo þrýsti hann höfði
hennar bíðlega að sér.
Edith fannst það dásamlegt.
en svo datt henni Hónoría í hug.
og rétti sig ofurlítið upp.
„Svona, nú líður mér betur.
Richard. Ég skil ekki, hvernig
ég gat verið svona klaufaleg."
Richard hélt á henni í fang-
inu upp að næsta sveitabæ. Þeg-
ar maður er meiddur á fæti, er
þægilegt að láta fara með sig
eins og lítið barn.
Það var hringt eftir lækni,
sem lofaði að koma svo fljótt
sem hann gæti.
Það voru ung hjón, sem þarna
bjuggu, og þau voru væn og
hjálpsöm. Edith var lögð á legu-
bekk í beztu stofunni, og á með-
an konan hitaði kaffi, varð
Richard að fara með manninum
út í fjós og dást að kúnum.
Það var afar hljótt í stofunni.
Edith leit umhverfis sig, þarna
var bæði grammófónn og útvarp
og á borðinu við hið hennar lágu
blöð.
Hún tók blað og leit á mynd-
38
HEIMILISRITIÐ