Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 12
„Hefurðu nýlega komizt að
þessu með þessi 5 ár, eða hvað?“
spurði ég.
„Hu, þetta tilheyrir nú blátt
áfram stafrófinu í fólkshagfræð-
inni. En nú er rétta stundin
komin fyrir mig. Ég er sem sé
nákvæmlega 29 ára.“
„Já — og hvað svo?“
„Að meðaltali eru flest ham-
ingjusöm hjónabönd meðal
þeirra, sem kvænast 29 ára.“
„Jæja, svoleiðis. En ég skil
sámt ekki, hvað þetta kemur
mér við.“
„Þú umgengst nú svo margt
fólk — þekkir svo marga. Ef til
vill þekkir þú einhverja, sem
hæfir mér?“
„Ég skal gjarnan líta í kring-
um mig,“ fullyrti ég. „Hvers
konar eiginleika á hún að hafa,
þessi tilvonandi frú þin?“
„Já, það er nú einmitt það ...“
svaraði hann. „Ég geri alveg sér-
stakar kröfur.“
„Látum oss heyra!“
„Hún á að vera af bændaætt-
um — 6V2 ári yngri en ég, 1,60
metra há, vega 59 kíló, hafa ljós-
rautt hár og vera ofurlítið hölt
á vinstra fæti — mætti líklega
vera á hægra fæti líka.“
„Undarlegur smekkur," varð
mér að orði.
„Það kemur smekk hreint
ekkert við,“ svaraði hann móðg-
aður. „Þetta eru hrein vísindi.
Notkun hagfræðinnar í daglegu
lífi.“
Og hann skýrði fyrir mér, að
sú kona, sem hefði alla þessa
eiginleika, hefði samkvæmt hag-
fræðilegum skýrslum mestar
líkur til að verða góð og trú eig-
inkona og móðir hraustra barna.
„Já, en tilfinningarnar," and-
mælti ég, „samúðin, ástin ...“
„Það er löngu hagfræðilega
sannað, að hamingjusöm hjóna-
bönd koma ást ekkert við. 63%
af öllum rofnum hjónaböndum
voru í upphafi stofnuð af ást. En
hvað segirðu —- viltu líta í
kringum þig fyrir mig?“
„Já, auðvitað," sagði ég, frem-
ur af kurteisi en áhuga. Svo
reyndi ég að beina samtalinu
inn á viðfelldnari brautir og lét
þess getið, að það myndi hafa
sína kosti fyrir kvenmann, að
giftast honum, því auðvitað væri
hann tryggður gegn öllu, sem
hægt yæri að tryggja sig gegn.
Mér til mikillar furðu svaraði
Friðrik með hæðnishlátri.
„Tryggður! Ég!“ hrópaði hann.
„Hvernig geturðu hugsað þér
annað eins? Ég fleygi ekki pen-
iragum út um gluggann fyrir
núll og ekki neitt!“
Og á leiðinni niður strætið.
útskýrði hann fyrir mér, hversu
há gjöld tryggingarfélögin
10
HEIMILISRITIÐ