Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 59
Danni undrandi. „Hann er fyrst- ur! Við hljótum að hafa sleppt helmingnum af hlaupinu." Það höfðum við líka. „Við skulum láta fleiri fara hjá,“ hvíslaði Danni. „Það þýðir ekki að verða þriðji og fjórði. Þeir mundu strax fá grun.“ Við röltum 10. og 11. í mark. Enginn spurði okkur neins. Þetta atvik hefði átt að sýna mér fram á annað í fari Danna: hve gjarnt honum var að stytta sér leið. Skólalífið varð brátt alvar- legra. Bæði Danni og ég útskrif- uðumst. Ég vann eins og hestur og tókst að fá 5 fyrstu einkunn- ir. Danni blaðaði í námsbókun- um fyrir síðasta árið og fékk 5 fyrstu einkunnir og ágætiseink- unn í frönsku. Að sjálfsögðu hafði Freemansfjölskyldan franska þjónustustúlku, sem hafði ef til vill hjálpað honum eitthvað, en ég verð að viður- kenna, að ég var nokkuð sár yf- ir árangri Danna. Hann lagði sig lítt fram, og hann var ekkert sérlega gáfaður. Það var — hvað var það? Já! Nú vissi ég það. Það var einfaldlega það, að hon- um stóð nákvæmlega á sama hvort hann stóðst prófið eða féll. OG ÞANNIG var aðstaða Danna til alls, sem hann tók sér fyrir hendur. Honum fannst það nokkurn veginn það sama, að leggja tvær krónur á hest og að spila upp á eldspýtur — það olli honum engum áhyggjum, hvort hann vann eða tapaði. Hinsveg- ar lagði ég mig alltaf allan fram. Ég var ákveðinn í að komast strax upp í 6. bekk Ég hafði líf- ið fyrir mér eins og fyrirfram gerða áætlun: menntaskóli, — háskóli — opinber þjónusta eða viðskiptalífið. Um síðir héldum við saman til Oxford háskóla. Ég lét ekki mitt eftir lig'gja í skemmtanalífinu, vissulega, en enda þótt ég álíti, að ekki hafi verið með réttu hægt að kalla mig kúrista, þá hélt ég mér rækilega við námið. Ég sótti reglulega fyrirlestra (Danni mætti aldrei), og ég dvaldi á bókasöfnum. Ég var ákveðinn í því að ná fyrstu einkunn á loka- prófinu. í nokkur missiri áttum við Danni ekki samleið, en hvar sem ég kom, varð ég undrandi yfir vinsældum hans. Danni þekkti alla. Allir þekktu Danna. Stöku sinnum kom það fyrir, að hann kom þjótandi yfir til mín, kvöldið áður en aukapróf áttu að vera, liti á ritgerð mína, í einhverju fagi og svo tókst honum að leggja aðalatriðin á SUMARHEFTI, 1952 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.