Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 59

Heimilisritið - 15.06.1952, Síða 59
Danni undrandi. „Hann er fyrst- ur! Við hljótum að hafa sleppt helmingnum af hlaupinu." Það höfðum við líka. „Við skulum láta fleiri fara hjá,“ hvíslaði Danni. „Það þýðir ekki að verða þriðji og fjórði. Þeir mundu strax fá grun.“ Við röltum 10. og 11. í mark. Enginn spurði okkur neins. Þetta atvik hefði átt að sýna mér fram á annað í fari Danna: hve gjarnt honum var að stytta sér leið. Skólalífið varð brátt alvar- legra. Bæði Danni og ég útskrif- uðumst. Ég vann eins og hestur og tókst að fá 5 fyrstu einkunn- ir. Danni blaðaði í námsbókun- um fyrir síðasta árið og fékk 5 fyrstu einkunnir og ágætiseink- unn í frönsku. Að sjálfsögðu hafði Freemansfjölskyldan franska þjónustustúlku, sem hafði ef til vill hjálpað honum eitthvað, en ég verð að viður- kenna, að ég var nokkuð sár yf- ir árangri Danna. Hann lagði sig lítt fram, og hann var ekkert sérlega gáfaður. Það var — hvað var það? Já! Nú vissi ég það. Það var einfaldlega það, að hon- um stóð nákvæmlega á sama hvort hann stóðst prófið eða féll. OG ÞANNIG var aðstaða Danna til alls, sem hann tók sér fyrir hendur. Honum fannst það nokkurn veginn það sama, að leggja tvær krónur á hest og að spila upp á eldspýtur — það olli honum engum áhyggjum, hvort hann vann eða tapaði. Hinsveg- ar lagði ég mig alltaf allan fram. Ég var ákveðinn í að komast strax upp í 6. bekk Ég hafði líf- ið fyrir mér eins og fyrirfram gerða áætlun: menntaskóli, — háskóli — opinber þjónusta eða viðskiptalífið. Um síðir héldum við saman til Oxford háskóla. Ég lét ekki mitt eftir lig'gja í skemmtanalífinu, vissulega, en enda þótt ég álíti, að ekki hafi verið með réttu hægt að kalla mig kúrista, þá hélt ég mér rækilega við námið. Ég sótti reglulega fyrirlestra (Danni mætti aldrei), og ég dvaldi á bókasöfnum. Ég var ákveðinn í því að ná fyrstu einkunn á loka- prófinu. í nokkur missiri áttum við Danni ekki samleið, en hvar sem ég kom, varð ég undrandi yfir vinsældum hans. Danni þekkti alla. Allir þekktu Danna. Stöku sinnum kom það fyrir, að hann kom þjótandi yfir til mín, kvöldið áður en aukapróf áttu að vera, liti á ritgerð mína, í einhverju fagi og svo tókst honum að leggja aðalatriðin á SUMARHEFTI, 1952 57

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.