Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 63
borð hans var autt, nema hvað á því voru fimm talsímar, hrein þerripappírsmappa og blóma- vasi. Þar voru líka tveir hæg- indastólar fyrir gesti. Ein stúlknanna virtist ekki hafa annað fyrir stafni en að hella upp á te fyrir hann. Ég andaði djúpt að mér. „Ég gefst upp,“ tautaði ég. „Hvernig ferðu að þessu, Danni?“ Hann leit með sársaukakennd- um svip á mig. „Það er engin ástæða til að vera með óþægindi, gamli.“ í fyrsta sinn fannst mér ég koma auga á kaldan glampa veraldarvizku í syf julegum, grá- um augum hans. „Því meir, sem maður fer fram á, því meira álit fá aðrir á manni.“ Ég melti þetta í nokkrar sekúndur. Svo hélt hann áfram: „Hefurðu ekki tek- ið eftir því, Artúr? Það er grundvallaratriði lífsins, menn fá hærri laun fyrir minni vinnu. Það er þess vegna sem Gosling er miljónamæringur. Hann gerir ekki neitt.“ Ég kom ekki auga á neina veilu í röksemdum Danna. „En, Danni,“ sagði ég dauflega, „þú veizt ekkert um útflutnings- viðskipti okkar!“ „Auðvitað ekki.“ Hann lyfti brúnum snögglega. „Því betra. Ég tek til við hana óþreyttur og frískur. Þar að auki hef ég færa aðstoðarmenn!" Hann leit kank- víslega til mín. „Aðalvandinn er einfaldlega sá, að ná saman réttu starfsliði, og svo gengur allt af sjálfu sér.“ DANNI varð sífellt hærra settur hjá Emmett & Gosling, Ég varð að láta mér lynda þá gremjulegu tilhugsun, að verða ævilangt „hægri hönd“ einhvers. Það var ég, sem undirbjó arkir eftir arkir af tölum, línuritum yfir söluna, áætlunum, við- skiptaherferðum, og það var- Danni, sem staðfesti þær og skrifaði undir þær. Stundum lýsti hann lauslega einhverri á- ætlun og bætti síðan vingjarn- lega við: „Ég veit, að ég get treyst þér til að athuga þetta í öllum smáatriðum, Artúr. Ég má bara ekki vera að því að fara í þau núna sjálfur.“ Ég lærði þá, að ekkert hamlar því eins, að menn hækki í tign í viðskiptalffinu, og nákvæmn- in: hún gerir mann að undir- tyllu um alla eilífð. Ég gat ekki komizt hjá að veita því athygli, að Danni kom sífellt seinna og seinna í skrif- stofuna á morgnana og hvarf sí- fellt fyrr og fyrr heim á kvöld- in. Hann hafði nú keypt sér sveitasetur og eyddi nú orðið SUMARHEFTI, 1952 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.