Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 63
borð hans var autt, nema hvað
á því voru fimm talsímar, hrein
þerripappírsmappa og blóma-
vasi. Þar voru líka tveir hæg-
indastólar fyrir gesti. Ein
stúlknanna virtist ekki hafa
annað fyrir stafni en að hella
upp á te fyrir hann.
Ég andaði djúpt að mér. „Ég
gefst upp,“ tautaði ég. „Hvernig
ferðu að þessu, Danni?“
Hann leit með sársaukakennd-
um svip á mig. „Það er engin
ástæða til að vera með óþægindi,
gamli.“ í fyrsta sinn fannst mér
ég koma auga á kaldan glampa
veraldarvizku í syf julegum, grá-
um augum hans. „Því meir, sem
maður fer fram á, því meira álit
fá aðrir á manni.“ Ég melti þetta
í nokkrar sekúndur. Svo hélt
hann áfram: „Hefurðu ekki tek-
ið eftir því, Artúr? Það er
grundvallaratriði lífsins, menn
fá hærri laun fyrir minni
vinnu. Það er þess vegna sem
Gosling er miljónamæringur.
Hann gerir ekki neitt.“
Ég kom ekki auga á neina
veilu í röksemdum Danna. „En,
Danni,“ sagði ég dauflega, „þú
veizt ekkert um útflutnings-
viðskipti okkar!“
„Auðvitað ekki.“ Hann lyfti
brúnum snögglega. „Því betra.
Ég tek til við hana óþreyttur og
frískur. Þar að auki hef ég færa
aðstoðarmenn!" Hann leit kank-
víslega til mín. „Aðalvandinn er
einfaldlega sá, að ná saman
réttu starfsliði, og svo gengur
allt af sjálfu sér.“
DANNI varð sífellt hærra
settur hjá Emmett & Gosling,
Ég varð að láta mér lynda þá
gremjulegu tilhugsun, að verða
ævilangt „hægri hönd“ einhvers.
Það var ég, sem undirbjó arkir
eftir arkir af tölum, línuritum
yfir söluna, áætlunum, við-
skiptaherferðum, og það var-
Danni, sem staðfesti þær og
skrifaði undir þær. Stundum
lýsti hann lauslega einhverri á-
ætlun og bætti síðan vingjarn-
lega við: „Ég veit, að ég get
treyst þér til að athuga þetta í
öllum smáatriðum, Artúr. Ég
má bara ekki vera að því að fara
í þau núna sjálfur.“
Ég lærði þá, að ekkert hamlar
því eins, að menn hækki í tign
í viðskiptalffinu, og nákvæmn-
in: hún gerir mann að undir-
tyllu um alla eilífð.
Ég gat ekki komizt hjá að
veita því athygli, að Danni kom
sífellt seinna og seinna í skrif-
stofuna á morgnana og hvarf sí-
fellt fyrr og fyrr heim á kvöld-
in. Hann hafði nú keypt sér
sveitasetur og eyddi nú orðið
SUMARHEFTI, 1952
61