Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 62

Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 62
Ég sagði honum, að ég væri ó- mögulegui' í tölum. Ég sagði, að ég hefði ekki mikinn áhuga á þeim, og ef þetta væri allt, sem hann gæti boðið mér —“ Danni saug upp í nefið. „Þröngsýnn maður, Mackenley. Hugsar að. eins um pund, shillinga og pens. En Gosling er bezti karl, þú veizt. Við leikum báðir golf í Sandfields — könnumst vel hvor við annan í sjón —“ Ég sleit símasambandinu, því ég gat ekki komið upp nokkru orði. Síðar frétti ég, að Danni hefði komizt í kynni við Gosling með því að tala um golf og lax- veiðar. Hann hafði líka gefið honum tíu shillinga vindil. Að síðustu hafði hann svo beðið rit- ara Goslings að hringja á leigu- bíl, þegar hann ætlaði að fara. Allt virtist þetta hafa mikil á- hrif á lávarðinn, sem fékk hið mesta traust á Danna. Ég var orðlaus yfir hinni kald- rifjuðu ósvífni Danna. En þetta var ekkert hjá því, sem ég átti eftir að reyna nokkrum vikum síðar. Gosling lávarður kallaði mig inn í skrifstofu sína, sem líktist einna helzt nítjándu ald- ar dyngju. Hjá honum var Danni, hinn glæsilegasti í nýj- um fötum. „Johnson," sagði lávarðurinn vingjarnlega, þegar ég kom inn. „Þetta er herra Freeman, sem er að taka við stjórn útflutnings- deildarinnar. Ég ætla að biðja yður að aðstoða hann eins og yð- ur er unnt.“ ORÐLAUS af undrun tók ég í höndina á Danna eins og ég hefði aldrei hitt hann fyrr. Það var bersýnilegt, að Danni hafði á ný stytt sér leið. Gosling lagði föðurlega höndina á öxl Danna: „Reynsla Johnsons verður yður ómetanleg, það get ég fullyrt. Hann verður yðar hægri hönd.“ Lávarðurinn leit brosandi til okkar. „Jæja, ég læt ykkur nú báða um að kynnast ... ég sé yður, Freeman, við ána á morg- un, er það ekki?“ Hann fylgdi okkur til dyra og lokaði á eftir okkur. Danni vísaði mér inn í nýju skrifstofuna sína. Ég beit saman tönnum af reiði og öfund. Það var langsamlega bezta herberg- ið í byggingunni, að undantek- inni skrifstofu Goslings. Með vaxandi undrun tók ég eftir því, að Danni hafði tvo einkaritara. laglegustu tátur, og þar að auki sérstakan bókhaldara (það hafði tekið mig fjögur ár að fá einn einkaritara). Hann hafði einnig þykkt teppi á gólfinu, sem voru sérréttindi, sem aðeins fram- kvæmdarstjórar höfðu. Skrif- 60 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.