Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 51
þessa peninga skyldi hún vissu-
lega fá greiddá við fyrsta tæki-
færi!
En samt myndi ekki rétt að
staðhæfa, að þetta hefði verið
eina ástæðan til þess, að Billy
Ashton fór viku eftir viku til
Jannie frænku til að borga upp
í skuldina. Það verður að'
minnsta kosti að bæta því við,
að þessar heimsóknir veittu
honum mjög svo kærkomin tæki-
færi til að hitta Ednu Sarnes —
unaðslega stúlku, sem um þess-
ar mundir dvaldi hjá Jannie
frænku. Maður má að minnsta
kosti geta sér þess til, að dvöl
hennar á heimilinu hafi ekki
dregið úr hinu tíðu heimsókn-
um hans — einkum að því at-
huguð'u, að samtímis því, að
síðasta afborgun var greidd,
heppnaðist honum að biðja
Ednu Sarnes, án þess Jannie
frænka vissi af.
Ef til vill hefur Jannie Hop-
kins fundizt það vera að launa
gott með illu, að hann vildi
hrifsa Ednu frá henni. Þess
vegna gerði hún allt, sem í henn-
ar valdi stóð, til að ráða Ednu
frá að binda trúss sitt við' Billy
Ashton-------að minnsta kosti
fékk Edna það heilræði að halda
fast í taumana — einkum skyldi
hún sporna við því með öllum
ráðum, að hann kæmi nokkra
sinni framar nálægt spilaborði.
Þannig gekk það til, að Billy
varð að lofa henni hátíðlega að
snerta aldrei spil .. . og ástfang-
inn maður er, eins og alkunnugt
er, til með að lofa hverju og
einu, sem hin heittelskaða kann
að fara fram á!
HJÓNABAND Ednu og
Billys virtist ætla að verða hið
farsælasta, og þau höfðu líka
allt, sem þurfti til þess, að svo
gæti orðið. Þeim þótti innilega
vænt hvort um annað — þau
áttu sameiginleg áhugamál, og
Edna gerði hvað hún gat til að
gera Billy lífið ljúft. Við þetta
bættist, að verzlunin, sem Billy
hafði stofnað', gekk vel og óx —
og einmitt, þegar auka þurfti
starfsemina með alhniklum til-
kostnaði, dó Jannie frænka, eft-
ir að hafa arfleitt Billy og Ednu
að öllu sínu.
Skömmu eftir jarðarförina fór
Edna í nokkuira vikna heimsókn
til vinkonu sinnar, en Billy átti
allt of annríkt til að geta farið
úr borginni.
ÖRLÖGIN höguðu því þann-
ig til, að strax fyrsta daginn,
þegar Billy sem grasekkjumað-
ur borðað'i kvöldverð í eina
sómasamlega veitingahúsi borg-
SUMARHEFTI, 1952
49