Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 23
hendinni himinlifandi giöð.
„Jený! Hvað eruð þér eigin-
lega að gera hérna?“ spurði hún.
„Nú, ég fór bara í smá öku-
ferð“, sagði hann, „og þá datt
mér í hug að líta hér við“. Eg get
kannske fengið tveggja tíma til-
sögn á morgun, hugsaði hann,
svo að ég geti sem fyrst látið
sjá mig á hestbaki.
„Þér komið alveg mátulega“,
sagði hún. „Eg ætla einmitt að
skreppa bæjarleið ríðandi. Vilj-
ið' þér koma með mér? Þér skul-
uð fá Dandvboy v. Whitefood
og Bluebell. Hann hefur lítið
verið hrevfður upp á síðkastið,
svo honum veitir ekki af því að
hann sé viðraður svolítið“.
„Er það?“ spurði hann.
Hún kinkaði kolli.
„Hann er farinn að verða dá-
lítið óstýrilátur. Hann fleygði
Roger yfir girðingu í gær“.
„Roger?“
„Já, tamningamanninum okk-
ar. Hann fór til borgarinnar í
dag til að láta taka mvnd af
handleggnum. Við vonum að
hann sé ekki brotinn.....Jæja,
ég ætla að fara í eitthvað, svo
getum við lagt af stað“.
„Já — það er að segja — ég
renndi hér við til þess að' heilsa
rétt aðeins upp á yður. Eg verð
að flýta mér. Við eigum að skoða
vélina eftir hálftíma“.
Hann reyndi að brosa, en
brosið mistókst og varð ekki
annað en aumleg stæling á brosi.
„Það er leiðinlegt!“
„Já, skrambi leiðinlegt!“ sagði
Jerry.
„En þér komið aftur, þegar
leyfið yðar er byrjað. Ég hlakka
til að sýna yður sveitina hérna.
Hún er falleg, því megið þér
trúa!“
DAGINN eftir, klukkan 11
stundvíslega, kom hann upp eft-
ir til Nancy. Hún leit á hann
og sagði hlæjandi:
„Jæja, þér eruð víst ólmur að
bvrja?“
„Heyrið þér nú, Mfancy“, sagði
Jerry ákafur, „hvers vegna get
ég ekki fengið tilsögn í finnn eða
sex tíma í dag? Þá verð' ég þeim
mun fyrr útlærður“.
„Þér hafið komið við hjá Ju-
dith á heimleiðinni í gær og
heilsað upp á hana!“ sagði
Nancy.
„Eg sé ekki að það komi neitt
málinu við“.
„Hún hefur verið í baðfötum,
skilst mér“.
„Jú, jú“, sagði Jerry. „Það er
dagsanna, ég leit við á búgarð-
inum. Og lnin var í baðfötum!“
Hann leit á Nancy, og það var
komið fram á varirnar á honum
að hún hagaði sér eins og hún
SUMARHEFTI, 1952
21