Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 33
þegar ég kom inn! Hann tók
hólkinn af mér! Hann lokaði mig
inni í skápnum — sjálfur!"
..Þetta er tómur tilbúningur,“
sagði Robinson rólega, „hann
var aldrei inni í skápnum.11
Lögregluforinginn gekk að
skápnum, skoðaði inn í hann og
kom svo aftur.
„Hvað hafið þér meira að
segja, Robinson,“ sagði hann.
„Þetta er framburður minn á
móti framburði glæpamanns,“
sagði Robinson öruggur, „fram-
burður minn, ásamt þeirri stað-
reynd, að byssan hans með tómu
skothylki fannst á honum, er þið
gripuð hann. Þetta ætti að vera
nóg.“
„Það er næstum nóg.“
Robinson hóf brúnirnar lítið
eitt. „Næstum?“
„Næstum. Ef hann var inni í
skápnum, framdi hann ekki
morðið — og þér sverjið, að hann
hafi aldrei verið inni í skápn-
um.“
„Það sver ég!“
Lögregluforinginn smeygði
handjárnunum á Robinson. „Ro-
binson,“ sagði hann, „þér hefð-
uð átt að líta sjálfur inn 1 skáp-
inn. Hann hefur skrifað nafnið
sitt innan á hurðina!'1 *
„F1FTY-FIFTY“
Gyðingur nokkur stofnsetti pylsuverksmiðju í Aberdeen og auglýsti
kjúklingapylsur fyrir einn shilling pundið. Skoti nokkur spurði hann,
hvernig í ósköpunum hann gxti þetta. „Nú,“ svaraði gyðingurinn, „ég
er alltaf heiðarlcgur gagnvart viðskiptavjnum mínurn. Ég læt þá fá „fifty-
fifty" — við blöndum kjúklingakjötið mcð dálitlu hrossakjöti, skilurðu,
akkúrat „fifty-fifty" — einn kjúkling og einn hest.“
PENINGAKÚGUN
„Flvað gcngur að þér, gamli vinur?“ spurði Ari, þcgar hann hitti
Bjarna. „Hefur eittlivað komjð fyrir þig?“
„Nci, það get ég varla sagt,“ svaraði Bjarni. „En ég verð að játa, að
ég hef verið óhcppinn upp á síðkastið. Þú manst að ég fékk ættfræðing
til þess að rekja ættir mínar!"
„Já, er nokkuð við það að athuga. Hefur hann ekki gert það sóma-
samlega?“
„Sómasamlega? Jú, það er áreiðanlegt!" svaraði Bjarni. „En nú verð
ég að borga honum fyrir að þegja.“
SUMARHEFTI, 1952
31