Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 11
Hagfræðingurinn
Gamansaga eftir Percy Eckstein
.,ÞAÐ VAR gott ég hitti þig,“
sagði Friðrik, fom skólabróðir
minn, þegar við hittumst eftir
mörg ár. „Ég ætla nefnilega að
kvænast bráðum.“
„Óska til hamingju,“ sagði ég,
„en hvað get ég igert að því?
Ætlar þú máske að biðja mig
að vera svaramaður?11
„Það er ekki komið að því
enn,“ svaraði hann. „Fyrst verð
ég að finna einhverja til að
kvænast.11
„Jæja, þú veizt ekki, hverja
U
..Alls ekki. Ég hef bara ákveð-
ið að vera ekki piparsveinn leng-
ur.“
„Jæja, já,“ sagði ég. „Þráin
eftir eigin heimili og f jölskyldu.
Þreyttur af hótelmat. Maður
kannast við þetta.“
Hann hristi höfuðið.
„Ónei, sei, sei, nei. Ákvörðun
mín kemur þessu ekkert við.“
..En hverju þá?“
„Hagfræði.“
Reyndar hefði ég getað sagt
mér það sjálfur. Strax í mennta-
skóla hafði Friðrik fengið auk-
nefnið „Hagfræðingurinn.11 Það
var ástríða hans að leggja hag-
fræðilegar tölur á allt milli him-
ins og jarðar; á ársnotkun kenn-
aranna af rauðu bleki til stíla-
leiðréttinga, á líkurnar fyrir því
að vera staðinn að reykingum,
líkurnar fyrir að fá mislinga áð-
ur en prófi lyki og svo fram-
vegis, endalaust. Þessi ástríða
var einnig í samræmi við starfs-
val hans. Friðrik fékk starf í
hagfræðideild vátryggingarfé-
lags og virtist kunna þar prýði-
lega við sig. í samræmi við hag-
fræðilegar yfirveganir, tilkynnti
hann mér, vildi hann nú kvæn-
ast. Það var sem sé sannanlegt,
að kvæntir menn lifðu 5 árum
og 2 mánuðum lengur en pipar-
sveinar.
„Þú skilur það,“ sagði hann,
„að ég kæri mig ekki um að
fórna 5 árum ævi minnar, þegar
ég get fengið þau á svona auð-
veldan hátt!“
SUMARHEFTI, 1952
9