Heimilisritið - 15.06.1952, Page 25

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 25
Nancy Hannegan í eftirdragi. Þá leit unga stúlkan upp og renndi fingrunum um hár sitt, og þá blístraði hann aftur. Því að þetta var Nancy! Hann flýtti sér til hennar, og hún leit til hans og brosti. Hver skollinn var nú orðinn af hrjúfu vinnuhöndunum? Og 'karlmann- lega útlitinu? Og hvað var um hjarta lians, hvernig hagaði það sér? „Nancy!“ sagði hann. „Eruð þetta þér?“ „Já, það held ég“. „Þér eruð gerbreytt“, stamaði hann. „Já, það vona ég“. „Eitthvað svona — svona kvenlegri!“ „Við hverju bjuggust þér? Einhverri dyngju af hroðalegum vöðvahnútum?“ „Nei, en ég — ég--------“ „Er það í rauninni svona skrítið að sjá mig, þegar ég er komin úr vinnufötunum mín- um“, sagði Nancy dálítið snefs- in. „Ég get fullvissað yður um, að ég hef ekki gert neina tilraun til að halda mér til. Þetta eru baðfötin, sem ég er vön að nota, þegar ég er að synda, og ef þau gera yður óstöðugan í hnakkn- um, ættuð þér að reyna að ná jafnvæginu, áður en þér dettið af baki. Þér eruð sem sé allt of hrifnæmur, herra minn! Þegar ég var í reiðfötunum, lituð þér á mig sem eins konar hluta af hestunum. Nú, þegar ég er í baðfötum, hagið þér yður eins og sköllóttur karl á fremsta bekk í gamanleikahúsi. Mér gengur illa að venjast hinum breytilegu sjónarmiðum yðar“. Hún stakk sér og hvarf í laug- ina eins og höfrungur, synti síð- an hratt yfir laugina, fór upp úr við hinn endann og gekk til bún- ingsklefanna. Jerry liorfði á eftir henni þangað til hún hvarf, síðan fór hann sjálfur upp úr og klæddi sig. Hann beið hennar, þegar hún kom aftur út úr klefanum með rauðu baðfötin undir hend- inni, og nú var hún aftur sjálfri sér lík í stóru stígvélunum og reiðbuxunum og með barðastóra hattinn á höfðinu. „Þér eruð vonandi ekki reiðar við mig, Nancy?“ hóf Jerry máls. „Ég ætlaði bara---------“ „Reið? Hvers vegna ætti ég að vera reið?“ „Það veit ég raunar ekki, en þér flýttuð yður svo mikið frá ’ (( mer---------- „Já, þér skuluð ekki vera að brjóta heilann uni það“. „En þér virtust brjóta heilann um það, sem ég hafði sagt“. SUMARHEFTI, 1952 23

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.