Heimilisritið - 01.07.1952, Page 10

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 10
minnar með. í skyndi hlóð ég hann, því nóg skot voru í skot- færatösku, er hékk við hlið hans. Mér tókst eftir langa mæðu að hlaða bæði hlaupin, þótt ég væri skjálfhentari en hundrað ára gamall kararkarl. Nábleikur, skjálfandi af angist og ótta, með augun full af tárum, sem streymdu án afláts úr þeim, læddist ég fram að dyrunum og dró slagbrandinn varlega frá. £g hratt snögglega upp hurðinni og miðaði gamla byssuhólknum fram í ganginn . . . en þar var enginn, fremur en í fyrra skiptið. Aðeins ískaldur vindgustur, sem næddi um mig, og ég fann hvernig kald- ur svitinn spratt út á mér öllum. £g tvíhenti gamla hólkinn og læddist varlega fram að stigaop- inu, en yfir því var hleri. Allt í einu stirðnaði ég upp, og ég hefði eflaust rekið upp skelfingaróp, ef tungan hefði ekki verið eins og límd við góminn. Neðan úr kast- alanum heyrðist fótatak, sem færðist hljóðlega nær og nær. — Þungt, hægt og reglubundið, og það bergmálaði ömurlega í kyrrð- inni. Mér fannst sem blóðið myndi frjósa í æðum mér. Nú var fótatakið komið að stiganum . . . það brakaði í honum. . . . £g reyndi að æpa, en gat það ekki, þegar ég sá hlerann lyftast hægt upp og nábleikt, draugalegt andlit koma í loftsgatið. Örvita af skelfingu gerði ég síðustu til- raunina. . . . Nístandi, ámátlegt vein mitt þrengdi sér út í myrkrið og í sömu andránni miðaði ég gamla hólknum . . . og hleypti af. . . .“ Þarna varð hlekkjaði maðurinn að þagna, því andartak var hann gagntekinn áköfum krampa, það korraði í honum og hrygluhljóð barst frá vörum hans, er hann reyndi að tala. Hinn maðurinn reyndi að hjálpa honum, og eftir drykklanga stund hafði hann jafnað sig nóg til að geta haldið frásögninni áfram. . . . . . . ,,/Egilegur hvellur heyrð- ist, síðan hálfkæft sársaukavein, skruðningur og brothljóð, eins og leirílát yltu ofan stigann. Harður dynkur kvað við, svo var allt kyrrt, svo kyrrt, að vel hefði mátt heyra saumnál detta. Andartak horfði ég sljóum, skilningsvana augum á loftsgatið, . . . svo rann sannleikurinn upp fyrir mér og ég stirðnaði upp. Það hafði verið . . . gamla þem- an hennar móður minnar, sem hafði ætlað að færa mér kvöld- matinn, því hún vissi að ég hafði verið lasinn og ekki komið ofan til að snæða um kvöldið. 1 örvæntingu minni ákvað ég að fremja sjálfsmorð. Enn var eitt skot eftir í gamla forhlaðn- 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.