Heimilisritið - 01.07.1952, Page 12

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 12
vesæla mannssá), veittu þær hon- aim loks hinztu hvíldina. Þegar fangelsispresturinn og læknirinn komu, var frændi lát- inn. Hann hafði ekki þolað þá geðshræringu ofan á allt annað, sem á undan hafði gengið, að segja frá þessum hryllilegu at- burðum, er lagt höfðu líf hans í rústir. Smáæðar höfðu sprungið og blætt inn á heilann og orðið honum að bana. Guð sé sálu hans miskunnsam- ur ! Hann var góður maður, þótt örlaganornirnar léku hann svona grátt. Jæja, herrar mínir,“ mælti Jerrý Ruston dapur í bragði við kunningjana, sem sátu þögulir og alvörugefnir og hlustuðu á hann, án þess að veita því athygli, að dautt var í pípunum og að þeir tottuðu þær þannig án afláts. ,,Þannig var nú sagan um Henrý Ruston, frænda minn. En að lok- um langar mig að segja ykkur aðeins eitt. Nokkru áður en frændi minn varð bráðkvaddur, hafði hann verið dæmdur fyrir fjöldamorð og hlotið líflátsdóm. En honum var nokkru síðar breytt í ævilanga dvöl á geð- veikrahæli, því í samráði við lækna, sem skoðuðu Henrý, töldu þeir hann vera brjálaðan og hafa framið illvirkin í brjál- semisköstum. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að hugsað var um að slæða í gamla kastala-síkinu, og . . . þá fundust öll þrjú líkin ! Þá komst sannleikurinn upp og faðir Henrýs skildi, að hann hafði haft son sinn fyrir rangri sök. Upp frá því reis hann ekki úr rekkju og andaðist úr bráðri heilabólgu mánuði síðar. Nú, herrar mínir, skulum við vona, að þau öll þrjú, faðirinn, sonurinn og móðirin hafi fundizt, hinum megin hjá almáttugum dómara vorum, skapara himins og jarðar, og hann hafi bætt þeim upp þær sorgir og þjáningar, sem þau höfðu orðið að líða á jörð- unni. Friður sé með þeim öll- um“. * Ný framhaldssaga I riœsta hefti byrjar spennandi ástarróman eftir MAYSIE GREIG : ÓGIFT HJÓN 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.