Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 13

Heimilisritið - 01.07.1952, Síða 13
Tilburðirnir koma upp um Grein þessi er eftir WILLIAM B. ZIFF og er stytt úr ameríska tímaritinu „Your Life“ FYRIR NOKKRUM árum kom til mín útgefandi til að ræða um bók um skaphafnargreiningu. Ég skýrði honum frá, að fólk kemur oft upp um eðli sitt og afstöðu með óvitandi bendingum, þó það haldi sjálft að það gangi með ógegnsæja grímu. ,,Nújæja,“ sagði hann, „segið mér þá, hvað ég hugsa núna.“ Hann sat og hallaði sér aftur á bak í sófa og spennti greipar um annað hnéð. Tilburðir hans sögðu mér, að hann tæki sjónar- miði mínu með varúð og efasemd- um, þó að kurteisleg þögn hans hefði getað skoðazt sem sam- þykki. Þetta sagði ég honum, og hann viðurkenndi, að ég hefði rétt fyrir mér. Er ég hélt fyrirlestur um skap- gerðargreiningu, komst ég ekki hjá að taka eftir háum, hraust- legum manni meðal áheyrend- anna. Hann sat á brúninni á bekknum, laut áfram og studdi höndunum á hnén. Hvers vegna sat hann svona mikið spenntari en aðrir ? £g hætti á að ég vissi ástæðuna og sagði, að meðal á- heyrendanna væri maður, sem hefði hagnýta reýnslu í efni því, sem ég talaði um, og sá hinn sami væri sammála þeim niður- JÚLÍ, 1952 11

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.