Heimilisritið - 01.07.1952, Side 19

Heimilisritið - 01.07.1952, Side 19
drepa hann, kom honum allt í einu nokkuð í hug, og hann lét höndina síga. Þegar presturinn og lögreglan kom, sóru báðir ungu mennirnir, að þeir hefðu verið við vinnu sfna á akrinum, þegar Anita var myrt. Þeir voru auðvitað handteknir og yfirheyrðir, en þar sem engar sannanir voru gegn þeim, var þeim sleppt eftir þrjá daga. Og þá var einmitt ,,El Dia de los Muertos“. Hermando fór beina leið úr fangelsinu heim til sín, tíndi blómvönd í litla garðinum sínum og flýtti sér út í kirkjugarðinn, þar sem hin ótrúa unnusta hafði verið grafin. Þar fann hann Luis, sem einnig var kominn með blóm, og kraup við gröfina og baðst fyrir. ,,I þetta sinn á ég ekki um annað að velja en drepa þig," sagði Hermando. ,,Þú rændir Anitu frá mér í lífinu, og nú reyn- ir þú einnig að ræna mig henni í dauðanum." Hann brá upp hnífnum, en aft- ur hikaði hann og slíðraði hníf- inn. ,,Nei, ég sé, hvað þú ætlast fyrir. Þú vonar, að ég drepi þig svo þú getir fundið hana á himn- um. Það var tilhugsunin um það, sem kom mér til að hætta við að drepa þig um daginn." Svo gerðu þessir tveir gömlu vinir einkennilegt samkomulag með sér. Þeir voru báðir kaþólsk- ir og trúðu því, að hver sá, sem dæi fyrir eigin hendi, kæmist ekki til paradísar fyrr en á dóms- degi. Þeir ákváðu því, að annar skyldi drepa hinn, og sjálf hin heilaga jómfrú á fjallinu átti að skera úr, hver ætti að verða morð- inginn. Næsta morgun, áður en birti, klifruðu þeir upp á fjallið, sem gnæfði yfir þorpið, og krupu á kné frammi fyrir altari hinnar heilögu jómfrúr. Þegar fyrstu sólargeislarnir féllu á málað tré- líkneskið, endurköstuðust þeir frá gylltri kórónunni — geislarnir ljómuðu beint á andlit Luis. Þetta skildu þeir sem tákn þess, að Luis væri sá útvaldi, sem ætti að mæta Anitu, og Hermando tók auðmjúkur fram hnífinn og rak hann í hjarta vinar síns, og herpti síðan hendur Luis um skaptið. SEINNA um daginn fundu nokkrir bændur, sem komu til að biðjast fyrir, lík Luis. Hnífurinn stóð í hjarta hans, og þeir álitu, að hann myndi hafa drepið An- itu, iðrazt þess síðan og tekið sjálfan sig af lífi, eftir að hafa beðið hina heilögu jómfrú fyrir- gefningar. Til að gera þessa skýringu enn JÚLÍ, 1952 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.