Heimilisritið - 01.07.1952, Page 26

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 26
ókunnugum munnlega fyrir hjart- ansmálum sínum, hefur veitt Ka- rin Walli mjög svo bjarta sýn á maeSur næstu kynslóðar, og að vissu leyti einnig á feður hennar. Piltarnir skrifa að vísu mjög sjaldan; það er þegar snurða hleypur á þráSinn, að stúlkurnar skrifa og leita ráða. SiSgæSis- reglan, sem stuðzt er við, er þessi: eitthvað innra með þér, máske er það rödd samvizkunn- ar, segir, að þetta sé ekki rétt, og þess vegna gerir þú það ekki. HafiS þið nokkurn tíma orðið hamingjusöm og fundiS fróun í aS breyta á móti boSum þeirrar raddar ? Þessi einfalda túlkun á siðfræði Kants gamla hefur veriS prédikuð í þessum þætti x átta ár, og trúin á ráðgjafann myndi ekki koma fram í svo stórum bréfahaugum, ef þessi siSfræSi- regla fyndi ekki sterkan hljóm- grunn hjá unglingunum. * Karlmaður Hugleiðingar ejtir J. W. Hunts LIF karlmannsins er fnllt af mótlceti og freistingum. Hann kemur í ftennan heim án síns samþykkis, og hann fer tír þessum heimi á móti vilja sínum. Og leiðin þarna á milli er fjarska grýtt. Þegar hann er litill, kyssa stórar stúlk- ur hann, en þegar hann er orSinn stór, þá kyssa litlar stúlkur hann. Ef geðbrigði sjást á honum, þá er hann af viðkvœmu tegundinni, en ef honum virðist standa á sama um allt, þá er hann kaldlyndur. Ef hann er fátækur, þá er hann grunnhygginn, en ef hann er rikur, þá er hann óheiðarlegur. Ef hann þarf á láni að halda, þá fær hann það hvergi. Ef hann er velmeg- andi, þá vilja allir gera honum greiða. Ef hann er gefinn fyrir stjórnmál, þá er það til að „skara eld að sinni k'óku', ef hann hefur engan áhuga á stjórnmál- um, þá er hann einskis nýtur fyrir þjóð- félagið. Ef hann gefur ekki til góðgerðastarf- semi, þá er hann nískur, en ef hann gef- ur til þeirra, þá er það til að sýnast. Ef hann hefur áhuga á trúmálum, þá er hann hræsnari, en ef hann hefur engan áhuga á trúmálum, þá er hann forhertur syndari. Ef hann deyr ungur, þá átti hann glcesilega framtíð, en ef hann lifir það að verða gamall, þá missti hann marks. Vegurinn er grýttur, en karlmaður- inn nýtur þó ferðalagsins. 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.