Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 35
Smásaga
eftir
EVELYN W. STALLMAN
Sumarfrí,
ást og
auglýsing
ÞEGAR Jeff kom út á svalirn-
ar, sá hann hana standa þar og
halla sér upp að einni súlunni.
Eldurinn í sígarettunni hennar
varpaði daufum bjarma á ljósfölt
andlitið. Það var eitthvað við
mjúklegar, blaktandi ermarnar,
sem kom henni til að líkjast fiðr-
ildi, sem setzt er til hvíldar.
,,Eruð þér orðin þreytt af að
dansa?” spurði hann.
,,Nei ... ég er að hugsa um
vandamál.“
„Skyldu tvö höfuð ekki vera
betri en eitt ? Eg heiti Jefferson
Davis Taylor . . . mætti ég ekki
bjóða yður aðstoð mína ?“
,,Jú . . . máske gætuð þér gef-
ið mér gott ráð, Taylor.“
,,Gætuð þér ekki hugsað yður
að kalla mig Jeff, eins og kunn-
ingjar mínir gera ? Það er ekki
hægt að tala í trúnaði við þann,
sem kallar mann ættarnafni.”
,,Máske ... þá segjum við
Jeff. Jæja, Jeff, hvað á að gera
til að sigrast á feimni, sem alveg
er að eyðileggja lífið fyrir ungri
stúlku ? Hvað á að gera til að
roðna ekki, þegar karlmaður á-
varpar mann, eða detta ekki um
sínar eigin fæfúr af eintómri ó-
framfærni, þegar maður þarf að
ganga einn yfir gólfið ?“
JÚLÍ, 1952
33