Heimilisritið - 01.07.1952, Page 36

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 36
„Hvað er að heyra ! Eru virki- lega til slíkar verur nú á tímum. Eg hélt sannarlega, að þær væru útdauðar, rétt eins og mammútar og risaeðlur!“ ,,Nei, það eru nokkrar eftir enn, sem finnst eins og hnýtist upp á tunguna, þegar karlmaður hefur sagt eitthvað við þær og væntir svars.“ ,,Svo — er þetta nú ekki lítið eitt orðum aukið ? Mér finnst þér satt að segja hafa staðið yður vel það sem af er.“ ,,Eg . . . ég . . .“ ,,Já! Það er synd að segja, að þér komið feimnislega fyrir. En það er kannske af því yður finnst myrkrið hlífa yður ? Það breytist ef til vill, þegar kastljósinu er beint að yður ? Að því er ég bezt fæ séð, þurfið þér ekki að skammast yðar fyrir útlitið, svo það er líklega vanmetakennd, sem þjáir yður.“ Hún þagði litla stund, og það heyrðist ekki annað en ómur af dansmúsíkinni innan úr salnum, en svo rak hún allt í einu upp perlandi hlátur. ,,Það er líklega yður að þakka, að mér er léttara í skapi en áð- ur,“ sagði hún svo. ,,En í alvöru að tala . . . hvernig á maður að vera, til að láta taka dálítið eftir sér ? Ég er hérna með frænku minni, og hana langar . .. okkur langar báðar til að skemmta okk- ur.“ „Vinsældir eru dálítið undar- legt fyrirbrigði,“ sagði Jeff alvar- lega. ,,Það er ekki svo mikið komið undir því, hvernig maður lítur út, eða hvernig maður er, heldur því, að maður sé sýnd- ur á réttan hátt. Já, ég sé yður að vísu óglöggt, en ég finn, að þér brosið að mér, en þér megið trúa því, að ég hef samt rétt fyr- ir mér. £g tala sem fagmaður, því ég er sem sé auglýsingastjóri, og ég veit, hversu mikið er hægt að gera fyrir vörutegund, ef að- eins er farið rétt að. Ég skyldi taka að mér að skapa hið rétta andrúmslojt umhverfis yður á augabragði. Það er nefnilega sama, hvort um er að ræða nýja sápu eða manneskju . . . vel skipulagt auglýsingastarf er ó- hjákvæmilegt. “ ,,Þetta er óneitanlega athyglis- vert,“ sagði hún brosandi. „Hvernig höfðuð þér svo hugsað yður að taka á málinu?“ ,,Eg verð fyrst að lfta á vör- una," sagði hann hlæjandi og kveikti á eldspýtu. Í skininu frá flöktandi loganum virti hann hana alvarlegur fyrir sér. ,,Dökk eins og Itali, 'tautaði hann. „Andlitið fagurt sem madonna Rafaels, munnur, sem gerif gétur mann vitlausan . . . og 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.