Heimilisritið - 01.07.1952, Side 46

Heimilisritið - 01.07.1952, Side 46
í taugarnar á henni, þar sem hann glápti eins og naut á hana úr sæti sínu. Nei, henni hafði áreiðan- Iega ekki geðjazt hann ! ,,Eg vona bara að hann hafi hér sem skemmsta viðdvöl,“ sagði hún við sjálfa sig. Hún blátt áfram hataði þessar heim- sóknir fyrri nemenda sinna. Þess- ir heimsku strákar og stelpur, sem orðin voru að jafnvel enn heimskari körlum og konum. Þar að auki minntu þessar heimsóknir svo óþægilega á það, hvað árin voru orðin . . . Það var barið að dyrum. Ungfrú Parker leit sem snöggvast í spegilinn, sem hékk í anddyrinu, sléttaði aðeins úr hárinu, að því búnu gekk hún til dyra og opnaði. Eitt andartak störðu þau hvort á annað í undr- nn. Fyrir framan hann stóð blá- ókunnug manneskja, lágvaxin, miðaldra kona, tekin að gildna. Hár hennar var farið að grána í vöngum, dökkir baugar kringum brún augun og barmur hennar ein flatneskja. Hún sá frammi fyrir sér ungan, hávaxinn, grann- an mann, sem horfði á hana skír- um, bláum augum. Hann var í gráköflóttum fötum, óaðfinnan- lega pressuðum, með vínrautt hálsbindi. Þau brostu bæði. ,,Ungfrú Parker?“ sagði hann spyrjandi. Hún rétti honum hönd sína. ,,Eg trúi því ekki! Það getur ekki verið! Þér eruð ekki Bill Ramsey — ekki Bill litli Ramsey ! Eg . . .“ Hann hló hátt, kannske of hátt. ,,Jú ég held nú það. Annars, það er orðið anzi langt síðan við höfum sézt.“ Ungfrú Parker fórnaði hönd- unum. ,,Það er reglulega fallega gert af yður að hringja, Bill,“ sagði hún og benti honum að ganga inn. Þau gengu inn í stofuna og fengu sér sæti. ,,Það er svo dásamlegt að vita til þess að þér skulið enn muna eftir mér.“ Að lokinni dálítið vandræða- legri þögn, tóku þau að spyrjast fyrir um hvors annars hagi. 1 hvaða háskóla fóruð þér ? Hvar kennið þér núna ? Hvert fóruð þér í stríðinu ? Hvar endaði þetta eiginlega með ungfrú Webster, teiknikennarann ? O. s. frv. ,,Mér þótti virkilega vænt um yður, ungfrú Parker,“ sagði hann hrærður og starði ofan í gólfá- breiðuna. ,,Eg ímynda mér að þér séuð búnar að gleyma því, þeg- ar ég sendi yður blómvöndinn ?“ Ungfrú Parker hristi höfuðið, um leið og hún teygði sig eftir sígarettuöskju. Hún lét hugann reika um hin löngu liðnu ár og 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.