Heimilisritið - 01.07.1952, Qupperneq 54
Ijóskerin vörpuðu daufum bjarma
á göturnar.
— LeiS mín lá yfir löngu
brúna, sem þá virtist mannlaus.
En þegar ég kom út á brúna
miðja, sá ég hvar stúlka gekk
á undan mér. Hún nam staÖar
og leit í kringum sig, en hefur víst
ekki greint mig frá brúarstólp-
anum, þar. eð ég bar við hann.
Mér til mikillar undrunar sá ég,
að hún lyfti öðrum fætinum og
tyllti honum á brúarhandriÖiÖ. Eg
varð gagntekinn skelfingu og leit
niður á svart og niðandi fljótiS.
GuS minn góður, stúlkan ætlar
að fyrirfara sér !
Eg tók undir mig stökk, hljóp
til hennar og dró hana frá hand-
riÖinu. Eg var svo heppinn að
einmitt í sömu svifum kom bíll,
sem staðnæmdist eftir bendingu
minni og ók okkur heim til mín.
Þegar upp í leiguherbergi mitt
kom, lagaði ég kaffi handa okkur
og smurÖi brauð, sem við borð-
uðum með beztu lyst. Ég sá, mér
til mikillar ánægju, að stúlkan
var fríð og bauð af sér góðan
þokka. Þetta voru fyrstu kynni
okkar.
AS þremur mánuðum liðnum
opinberuðum við og giftum okk-
ur stuttu síðar.“
Brown fyllir aftur í glösin og
þeir skála. Svo tekur hann aftur
til máls:
,,En nú kemur það einkenni-
legasta í frásögn minni. — Eg
forðaðist lengi vel að minnast á
fyrsta kvöldið okkar við hana.
Eg vildi ekki vekja upp daprar
minningar hjá henni. En þegar
við vorum í brúðkaupsför okkar
í Vínarborg og gengum yfir eina
af Dónárbrúnum, barst tal okkar
ósjálfrátt að brúnni heima. Þá
spurði ég hana, hvers vegna hún
hafði ætlað að fyrirfara sér kvöld-
ið forÖum. Hún svaraði mér á
þessa leiÖ:
,,Eg ætlaði alls ekki að fyrir-
fara mér, heldur aðeins að smella
spennunni á skónum mínum. Mér
brá, þegar þú dróst mig frá hand-
riÖinu og inn í bílinn, elskan
mín. Eg gat aldrei komið mér að
því að segja þér sannleikann í
málinu, en nú er ég fegin að því
er lokiÖ. Geturðu fyrirgefiS
mér ?“
Eg fyrirgaf henni af öllu hjarta
og var fegin því, aS það var bara
skórinn, sem hún hafði veriÖ að
hugsa um, en ekki sjálfsmorð
eins og ég hafði haldiÖ.“ *
★
Skrítlur
— Hvað gera Skotarnir við notnð
rakvélablöð?
— Raka sig með þeim.
*
A.UGLÝ$ING:
Stúlka óskast í vist í vetur, verður að
jera siðlát, aðeins til páska.
52
HEIMILISRITIÐ