Heimilisritið - 01.07.1952, Page 60

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 60
bjargaði sennilega lífi Annabelle, því skrímslið' losaði um takið á hálsi hennar og lét hana falla á gólfið, um leið og það steig villt- an dans af ánægju yfir þeim á- hrifum, sem það hafði haft á hina stúlkuna. Því næst greip það í hár Annabelle og lyfti and- liti hennar fast að sínu. „Þjófur, ræningi“, sagði skrímslið með karlmannsrödd, er var þrungin hatri og brjálæðis- legum ofsa. „Þú ætlaðir að ræna mig arfi mínum, þú, stelpuræf- illinn. Eg, ég er sá eini, sem á tilkall til Glencliff. Ég var uppá- hald gamla mannsins. Það var ég, sem átti að erfa allt. Ég lék mér hér í þessum göngum. Cyr- us frændi sýndi mér leynigöng- in. Þú skalt ekki fá að ræna mig þessu, jafnvel þótt þú værir með fullu viti. Eg skal sýna þér —“ og liann myndaði sig til að grípa með loðinni krumlunni um háls Annabelle. Annabelle gat ekkert gert sér til varnar, ekki einu sinni æpt. Hún var nær dauða en lífi af hræðslu og kyrkingartakinu. Fullviss um, að hennar síðasta stund væri komin, lokaði hún augunum og féll aftur á bak á gólfið. „Nei, þú mátt ekki, slepptu henni. Einu sinni er meira en nóg. Eg gat ekki varnað þér að drepa lögfræðinginn, en þú færð ekki að drepa stúlkuna. Og þú getur ekki gert hana vitskerta, þótt þú reyndir í þúsund ár með öllum þínum brellum. Hún hef- ur unnið. Snertu hana ekki, segi ég! Við verðum að taka á okkur ábyrgðina báðir, ég býst við að það verði erfitt fyrir mig. Nú er það okkar að hverfa af sjónar- svið'inu“. Þetta var vörðurinn frá Fair- view-hælinu. Hann hafði komið þjótandi niður stigann í anddyr- inu. „Ur vegi, burtu frá augunum á mér. LTt úr húsinu! Þú getur ekkert gert. Þetta á ég allt, hús- ið er mitt. Eg er eigandinn“. Það var augljóst, að hann hafði nú gleymt að leika skrímslið, vörðurinn vissi það líka. Hann vissi líka, að þetta rifrildi myndi setja allt húsið á annan endann. Hann dró upp byssu sína. „Vitfirringur. Þér verð'ur komið fyrir. Þú færð rafmagns- stólinn. Að hvaða gagni heldurðu að þetta hús, peningarnir eða gimsteinarnir geti orðið þér? Svona, fáðu mér draslið, Eg tek við því öllu“. Og hann ógnaði honum með byssunni. Það' var rétt athugað af verð- inum, að húsið ætti eftir að komast á annan endann. Vit- firringurinn hafði skilið eftir op- 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.