Heimilisritið - 01.07.1952, Qupperneq 61
inn vegginn í bókaherberginu,
þar sem hann hafði komið inn,
og hann hafði einnig skilið eftir
einhvern neista af lífi í Paul
Jones, sem hann hafði skilið við
á kjallaragólfinu, að því er hann
hélt, dauðan. Þessi neisti af lífi
hafði glæðzt og gert Paul kleift
að skríða upp kjallarastigann, og
nú stóð hann hörkulegur á svip
í leynidyrunum og athugaði
kringumstæðurnar. Þegar hann
sá að Annabelle var án nokk-
urrar verndar í höndum vitfirr-
ingsins, og að vörðurinn miðaði
með byssu, missti hann alla
stjórn á sér af reiði. Hann hefði
ráðizt á tuttugu menn samtímis.
Hann gerði sér ekki grein fyrir
því, með hvorum vörðurinn
yrði, eða í hvernig aðstöðu hann
var. Honum fannst þeir báðir
ógna Annabelle. Með reiðiöskri
réðst hann á skrímshð.
„Þú þarna, hjálpaðu mér,
vörður“, kallaði hann um leið og
han hóf árásina.
An þess að hika eitt augna-
bh’k, snerist vörðurinn á hæli og
þaut aftur upp stigann.
Bardaginn var nú jafnari.
Paul vissi nú betur, hvernig
andstæðingur hans barðist og
hvað hann myndi reyna að gera.
Hvað sem öðru leið, varð hann
nú að verja hálsinn. Hann ætl-
aði sér að halda andstæðingnum
í armlengd frá sér og koma högg-
um á viðkvæma staði. Hinn
reyndi Iiins vegar eins og áður
að ná glímutökum á Paul. Þeg-
ar það tókst ekki strax, fór liann
líka að nota hnefana. Þeir fóru
margar umferðir um herbergið
og ruddu um stólum og borðum.
Það háði skrímslismanninum,
að' liann var í þykkum yfirfrakka
og Paul notaði sér það til hins
ýtrasta. Allt í einu skeði nokk-
uð merkilegt. Paul hafði verið
að reyna að koma vinstrihand-
arhöggi á kjálka andstæðingsins,
en eitt af höggum hans lenti of-
arlega á hægri kinn hans. Högg-
ið sló augað úr honum, svo það
datt á gólfið.
Paul varð svo hissa að hann
gleymdi að verja sig og leit al-
veg af andstæðingnum. Ein-
eygða villidýrið, sem virtist sjá
betur með einu auga en tveim-
ur, notaði sér hikið. Með hægri
handar sveiflu upp á við, alveg
neðan af gólfi, kom hann höggi
á höfuð Pauls. Ef það hefði lent
á kjálkanum, hefði Paul verið
úr sögunni, að minnsta kosti í
heila viku. Höggið hafði næst-
um kastað honum niður í stig-
ann í leynigöngunum. Annabelle
hafði raknað svo við, að hún var
farin að fylgjast með bardagan-
um, en þar sem hún gat enga
hjálp veitt, rak hún upp hljóð,
JÚLÍ, 1952
59