Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 01.01.1955, Blaðsíða 4
var stofnaður skóli í þqrpinu. Ég var sendur þangað og ásamt mér tuttugu til þrjátíu önnur börn. Fyrir hvert barn, sem sent var í skólann, átti að greiða í skólagjald þrjár rúblur á ári. Þetta varð til þess, að fjöldi þorpsbarna, sem áttu foreldra, er ekki réðu við þessa f járupp- hæð, fékk aldrei að koma í skól- ann. Mikill hluti leiksystkina minna varð þannig utangátta, þeirra á meðal einnig Nesú. Það var í fyrsta skipti, sem við vorum dregin í dilka og það, sem dró okkur í dilka, voru skólinn og kennarinn. í fyrsta sinn urð- um við þess vísari, að sum okk- ar voru efnuð, sum fátæk. Enn í dag heyri ég grát og kveinstafi Nesús, þegar hann fleygði sér til jarðar heima hjá sér og æpti hástöfum, að hann langaði líka til að ganga í skóla. Og enn í dag heyri ég drynjandi rödd föð- ur hans: — Nei og aftur nei. Hvaðan í f jandanum á ég að taka þrjár rúblur? Ef ég kæmist yfir þrjár rúblur, vantar þær fyrir mat. Eigum við kannske að svelta bara fyrir þennan bannsettan skóla? Aldrei að eilífu! Nesú og aðrir hinir útskúfuðu félagar mínir flykktust að skóla- dyrunum og gægðust í laumi ipn til okkar, en kennarinn % leyfði þetta ekki, heldur rak þau burt. Hann lét okkur ekki einu sinni leika okkur við þau í frí- mínútunum — við máttum ekki skipta okkur neitt af þeim, sagði hann. Þá fóru þau og settust bak við skólann og biðu þess, að sein- ustu kennslustundinni lyki, svo að þau gætu orðið okkur sam- ferða heim. Á fyrsta skólaárinu hændist ég æ meir að hinum nýju félög- um mínum, og þegar árið var á enda, voru Nesú og aðrir útskúf- aðir félagar mínir hættir að setj- ast bak við skólann og bíða. Þegar ég þannig hafði gengið tvö ár í þennan þorpsskóla, sendi faðir minn mig til næsta kaup- staðar til þess að ganga í skóla þar. Þar opnaðist mér öldungis nýr heimur. Húsin voru hvít með rauðum þökum, fólkið var þokkalegt og hreint, skólinn var stór og fallegur, og þar var ekki einungis einn kennari eins og heima í þorpinu, heldur heill hópur, þar á meðal kennslukon- ur, en það var mér alveg óvænt nýlunda. Með umhverfi og skóla skipti ég einnig um klæðnað. Ég var færður í sama snotra og hreina búning sem aðrir skólanemend- ur bæjarins — og þannig breytt- ur kom ég svo heim í þorpið mitt í leyfum. Þegar Nesú og aðrir HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.