Heimilisritið - 01.01.1955, Page 14

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 14
maðurinn, sem þér leitið að.“ í sama bili kippti hann gleraugun- um af Ross. Murdoch bölvaði og í sama bili glampaði á eitthvað í hendi hans. Judy rak upp óp og kall- aði: „Frændi . . . hann skýtur hann.“ Hún þaut upp stigann á næstu hæð með Flanagan á hælum sér. Hún opnaði dyrnar gegnt stig- anum og Flanagan sá inn í svefnherbergi með hvítum gluggatjöldum. Inni sat roskinn maður, bundinn á stól, en annar maður, feitur með rottuandlit, stóð yfir honum með skamm- byssu í hendi. Hann sneri sér við, Flanagan sá hann taka í gikkinn, en ekkert skot kom, og í næstu andrá réðist Flanagan á hann. Afbrotamennirnir voru leiddir út í bílinn, sem Murdoch hafði komið í ásamt tveim af mönnum sínum. Þriðji maðurinn, sem var með í förinni, var inni í setu- stofunni, þar sem Murdoch skrif- aði skýrslu. Judy skýrði frá því, að snemma um morguninn hefði- hún farið fram í eldhúsið. Hún hafði strax tekið eftir, að þar höfðu verði óboðnir gestir, en áður en hún fengi tíma til að aðgæta nánar, hafði hún fundið byssuhlaup við bakið á sér og fengið hastarlega skipun um að vera róleg. Það voru tveir menn — flóttafangamir, og þeir höfðu hótað að skjóta frænda hennar, ef hún gerði ekki það, sem þeir sögðu henni. Frændi hennar, sem var blind- ur, hafði verið fluttur upp í svefnherbergið og bundinn, og þar stóð annar afbrotamaðurinn vörð yfir honum. Blinda hans hafði veitt afbrotamönnunum hugmynd — annar þeirra tók að sér hlutverk hans og lézt vera blindur, ef svo skyldi fara, að lögreglan kæmi. Judy hafði skil- ið af samtali þeirra, að þeir hefðu í hyggju að dvelja um tíma í húsinu og fara ekki fyrr en lögreglan hætti leitinni á þessum slóðum. „Hvernig og hvenær uppgötv- uðuð þér, að maðurinn í hæg- indastólnum var ekki sá, er hann þóttist vera?“ spurði Murdoch Flanagan. Flanagan svaraði brosandi: „Ég skaraði í arininn og var svo óheppinn — eða réttara sagt heppinn — að glóandi kolamoli hraut fram á gólfið. Þá sá ég, að maðurinn í hægindastólnum kippti ósjálfrátt til fótunum — sem hann hafði teppi um ■— en ef hann var blindur, hvemig gat hann þá vitað, að glóðin var 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.