Heimilisritið - 01.01.1955, Side 18

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 18
skilja það, að ungir menn þurfi að hafa dálitla peninga handa á milli til þess að geta hreyft sig eitthvað.“ „Þú hefur kannske verið að setja þig í skuldir rétt einu sinni?“ „Satt er það, en það er ekki nema um tuttugu og fimm pund að ræða, og pabbi lætur eins og ég hefði framið morð.“ „Þú verður að muna, að það er hann, sem verður að borga, og það gerir hann sko alltaf. Mér fyndist þú ættir að skammast þín hálft í hvoru. í rauninni er hann alltof góður við þig.“ „Ég þakka. Ég kallaði ekki í þig til þess að fá yfir mig nein- ar siðaprédikanir,“ sagði hann önugur. „Þú skilur ekki, að ég er einn- af þeim, sem yerð að hafa peninga handa á milli til þess að geta lifað. Mér yrði það alveg óbærilegt, ef ég ætti að fara að spara og sjá í hvern eyri. Eiginlega ætti ég að sjá mér út ríka stúlku og kvænast henni.“ „Nú, en af hverju gerirðu það ekki?“ spurði hún brosandi. Það dimmdi yfir svip hans. Hann stanzaði, og svört augu hans störðu stingandi inn í augu hennar. „Af því — af því að það vill svo til, að ég er hrifinn af ann- arri.“ „Gerir það nokkuð til?“ spurði hún hlæjandi. „Þú hefur svo oft orðið ástfanginn áður. Hver er sú hamingjusama núna?“ „Það ert þú, Linda!“ svaraði hann. „Hvaða bölvuð vitleysa, Maur- ice! Við sem höfum verið leik- systkini frá því við vorum pott- ormar, og svo læturðu þér detta í hug að segja mér að þú sért allt í einu orðinn ástfanginn af mér! Þetta er eins og hver önn- ur vitleysa í þér!“ „Alls ekki! Ég er orðinn ást- fanginn af þér, og fyrr eða síð- ar skal ég giftast þér. Nú veiztu það.“ Hún gerði sér ljóst, að hon- um var fyllsta alvara, og hún varð að viðurkenna, að hún hafði kannske að vissu leyti leik- ið sér að eldinum, þó að hún hefði ekki búizt við neinu slíku. Hann greip um handlegginn á henni, en hún forðaði sér frá honum. „Hættu við þessar hugsanir þínar hið bráðasta, Maurice,“ sagði hún óróleg. „Um hjóna- band okkar á milli getur aldrei orðið að ræða, því ég er alls ekki ástfangin af þér, og verð það aldrei.“ Hann stóð lengi og starði á hana án þess að sleppa takinu á handlegg hennar. Svo fór að 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.