Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 19

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 19
rigna fyrir alvöru, og hann náði í vasaklútinn sinn og þurrkaði sér um ennið. „Af hverju hefurðu þá verið að gefa mér undir fótinn?“ spurði hann. „Til hvers heldurðu að ég hafi verið að koma í heim- sókn til Kinlock Hall, ef ég hefði ekki ætlað að hitta þig?“ „Vertu nú ekki svona órétt- látur, Maurice,“ sagði hún hneyksluð. „Ég hef aldrei gefið þér undir fótinn. En nú verð- urðu að hafa mig afsakaða! Ég get ekki staðið hérna áfram í rigningunni. Ég ætla til Cullach og verð að vera komin aftur fyr- ir hádegisverð.“ Hann gekk við hlið hennar, og hún gaut augunum til hans. Hann var allt öðru vísi en hann var vanur, og hún fann til öryggis- leysis. Svo kom þokan veltandi niður frá fjallahlíðunum, ennþá þéttari en fyrr, og minnkaði síð- ur en svo taugaóstyrk hennar. Allt í einu sagði Maurice: „Þú hefur látið mig halda, að þú værir hrifin af mer, og ef þú heldur, að þú getir leikið þér að mér, þá skjátlast þér hrapal- lega.“ „Mér er óskiljanlegt, hvernig þú leyfir þér að tala svona við mig,“ sagði Linda gremjulega. „Ég hef aldrei gefið þér tilefni til neins í þá átt, og ég hef aldrei litið á þig öðru vísi en sem gaml- an leikfélaga. Hvað er það eig- inlega, sem þú ætlar? Ertu með einhverjar ógnanir?“ „Ég ætla aðeins að vekja at- hygli þína á því, að ég læt ekki bjóða mér hvað sem er. Finnst þér það ekki auðskilið mál?“ Linda herti gönguna, en skyndilega skrikaði henni fótur í votu lynginu og hefði sjálfsagt dottið, ef hann hefði ekki grip- ið 1 hana — og í næstu andránni fann hún brennandi varir hans þrýsta á varir hennar. „Þú munt áreiðalega læra að elska mig!“ hvíslaði hann, þeg- ar hún ýtti honum frá sér af öllu afli. „Það er ekki til neins að stympast gegn því, Linda.“ Hún fölnaði lítið eitt af reiði. „Ég vil ekki sjá þig framar," sagði hún. „Ég skil ekki hvern- ig þú getur leyft þér svona fram- komu, Maurice.“ En hann var ekki lengur gamli leikfélaginn; hann var ókunnug- ur maður með hættuleg augu og vanstillta framkomu, og hún var ein með honum hér úti í dimmri þokunni. Hún var alvarlega hrædd við hann. „Þú ættir ekki að reyna að leika þér að mér,“ sagði hann aftur, „því ég læt ekki kasta mér burtu eins og slitnum hanzka. Ég þekki ykkur kvenfólkið, en JANÚAR, 1955 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.