Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 20

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 20
þú skalt ekki sleppa frá mér. Ég vil hafa þig — og það þýðir ekkert fyrir þig að mótmæla.“ Hann dró hana til sín á nýjan leik og beygði sig að henni. Hún sleit sig lausa og hljóp eins og fætur toguðu í áttina til þorps- ins. Andartak starði hann undr- andi á eftir henni, og svo tók hann sprettinn á eftir, en hann var svo óheppinn að hrasa og detta kylliflatur. Og þegar hann var staðinn upp aftur, sá hánn að þorpshúsin voru nær en hann hafði haldið, svo að hann nam staðar, vegna þess að hann ótt- aðist að hún kynni að taka upp á því að hrópa á hjálp. Hann stóð litla stund og starði á eftir henni, en svo sneri hann við og gekk heimleiðis. „En hún er svo falleg og freist- andi,“ tautaði hann við sjálfan sig, „að ég skal aldrei gefast upp. Hún skal sko fá að komast að raun um, hvort okkar er sterkara.“ Regnið lamdi hann í andlitið, og ’hann lét gremju sína bitna á reiðstígvélunum sínum — hann skyldi sko sýna henni, að hann léti ekki bjóða sér hvað sem væri. Hvað hélt hún eiginlega að hún væri? Hann skyldi á- reiðanlega kenna henni að þekkja hann! Þegar hann kom að hvíta hlið- inu aftur, sparkaði hann því upp á gátt og gekk heim að húsinu. Um sama leyti var Linda kom- in að húsi leiguliðans, og göm- ul kona opnaði fyrir henni. „Eruð þér virkilega að koma í svona slæmu veðri, ungfrú?“ sagði hún undrandi. „Og þér er- uð bæði náfölar og kuldalegar. Komið þér inn fyrir, ég ætla að hita yður kaffi.“ „Það er alveg óþarfi,“ svaraði Linda brosandi og fór inn á eft- ir henni. „Það er ekkert að mér, en hvernig líður Thomas, frú Grant? Er honum að skána?“ „Já, heldur er það víst í átt- ina,“ svaraði konan og setti ket- ilinn yfir. „Læknirinn kom í gær og gaf honum meðul.“ Linda var fegin að geta setið þarna í hlýju eldhúsinu og hresst sig á nýlöguðu kaffinu, og hún sat næstum í klukkutíma hjá gömlu hjónunum. En þegar hún stóð upp til að kveðja, fékk hún kvíðahroll. Hvað átti hún að taka til bragðs, ef Maurice sæti fyrir henni í heimleiðinni? Jafnvel þótt hún hefði Gyp 1 bandi, yrði hann henni til lítils gagns, því hund- urinn var alltof góðlyndur til þess að geta orðið henni til hjálpar, ef Maurice yrði of nær- göngull. Til allrar hamingju varð hún 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.