Heimilisritið - 01.01.1955, Page 25

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 25
Þegar gulu riddar- arnir geystu yfir Evrópu Hinir lágcöxnu og ófrýnilegu Húnar voru ojl nefndir svipa guSs á jörSinni, þegar þeir ruddust meS ránum og eldi yjir lönd Evrópu, riSandi loSnum smáhestum og meS hernumda stúlku jyrir aftan sig. A E TIU S, konsúllinn, her- meistari Vestur-rómverska rík- isins, sá maður, hvers nafn var á vörum miljóna manna, ók vagni sínum upp að keisarahöll- inni í Ravenna. Hundruð her- manna hlupu umhverfis hann, þeir létu lensurnar síga, þegar „Magister militum“ sté út úr vagninum, þeir stilltu sér upp í tvær raðir og tveir þeirra gengu á undan honum inn í höllina. Á dyngju af fiðurpúðum lá Valentinian keisari og lék sér við taminn ref. Hann leit gremju- lega upp á hershöfðingja sinn, en Aétius sló sverði sínu í gyllt- ar gólfflísarnar, leit á keisarann með allri þeirri fyrirlitningu, sem einn maður getur tjáð með augnaráði, og sagði: „Vaknaðu, Valentinian, ef spjót Aétiusar á ekki að stinga þig svo þú vaknir. Vaknaðu, Val- entinian, Húnarnir hafa farið yf- ir Rín, útverðir mínir tilkynna mér það, Frankar senda boð um hjálp, Evrópa er í lífshættu! Vaknaðu, kallaðu á þegna þína, komdu sjálfur með, dey ef því er að skipta, en láttu ekki nafn þitt verða sér til skammar í sögunni!" Valentinian velti sér á hina JANÚAR, 1955 23

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.