Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 27

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 27
tveir, sem drottnuðu yfir henni, bræðurnir Bleda og Attila, í þann veginn að leggja undir sig heimsveldi. Það virðist svo sem Attila, eft- ir að hann hafði drepið bróður sinn til að verða alls ráðandi, hafi í fyrstu hugsað sér að leggja undir sig Austur-rómverska rík- ið, og árið 447 var hann kominn að Konstantinópel. En hann skildi, að jafnvel þó honum tækist að leggja undir sig land- ið, gæti hann ekki haldið því, til þess var það alltof þéttbýlt og vel skipulagt. Hann samdi frið gegn því að fá ógrynni gulls, og nú beindi hann augum sín- um til vesturs. Vestur-rómverska ríkið riðaði til falls. Germanir höfðu fyrir löngu brotizt inn í það og gerðu sig líklega til að taka yöldin. í Suður-Frakklandi sátu Burgund- ar og Vestgotar, í Norður-Frakk- landi höfðu Frankar stofnað sitt eigið ríki, á Spáni voru Suevar, í Norður-Afríku Vandalir. Rík- ið var sem sagt komið í mola. Vestur-rómversku keisararnir sátu í Ravenna á ítalíu, þeir skiptu sér lítið af málefnum rík- isins, en lifðu í svalli og óhófi. Þeir vissu lítt, hvað fram fór í veröldinni, og fengi fólkið stöku sinnum að sjá þá, sátu þeir í há- sæti af gulli og purpura, um- kringdir lífverði, sem hjó fólkið niður, ef það kom of nærri. Það voru ekki lengur þeir, sem stjórnuðu, heldur „hermeistari“ þeirra Magister militum. Þegar Attila hóf för sína til að leggja undir sig Vestur-róm- verska ríkið, sat Valentinian á veldisstóli í Ravenna, og Aétius var hermeistari hans. Faðir hans var Germani, móðirin ítölsk, hann var hár, afrenndur að afli, hugrakkur, ágætur skilminga- maður og afburða hershöfðingi, en sem stjórnandi fastur fyrir, hagsýnn og brögðóttur. Það var sem síðasti neisti hins deyjandi Rómaveldis hefði blossað upp í honum af miklum krafti. Hann var voldugasti maður vesturs- ins á sama hátt og Attila aust- ursins. Þess var ekki langt að bíða, að þeim slægi saman. Andstæður hinna tveggja ríkja voru miklar. í Vestur-róm- verska ríkinu var fullt af borg- um og bæjum, herbúðum og þjóðvegum, það var skipuleg ríkisheild. Höfuðborg Húnanna var tjaldbúð og í henni miðri stóð höll úr ótilhöggnum trjá- bolum. í höllinni sat hinn ská- eygi Húnakóngur, umkringdur lénsmönnum sínum: öllum þeim germönsku furstum og höfðingj- um, er hann hafði sigrað. Hann var lítill vexti, en frá honum JANÚAR, 1955 25

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.