Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 28

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 28
gneistaði furðulegur kraftur; hann var grimmur óvinum sín- um, óður í reiði sinni, metnaðar- gjarn, drottnunarsjúkur og snilldar herforingi. Hann dáði raunar — en öfundaði jafnframt og hataði — þá menningu, er hann hafði ásett sér að eyða. Hann gekk í lörfum, bar ekkert djásn, en þó fundu allir, að þar fór drottnarinn. Þegar hann dvaldi í höll sinni, sat hann á trébekk, á borðinu glampaði á gull- og silfurskálar fyrir höfð- ingja hans, en sjálfur át hann úr tréskál og drakk af trébikar. Við þessa hirð, í þessu flakk- andi konungsríki, úði og grúði af sendiherrum frá öllum þjóð- um Evrópu, allt frá dönsku eyj- unum til stranda Svartahafs, hingað var komið með skatta og gjafir, og þegar Attila sté á hest- bak, héldu herteknir konungar ístöðunum og sjö hundruð ung- ar stúlkur frá hernumdum þjóð- um gengu fyrir honum undir hvítum, blaktandi slæðum, sjö undir hverri. Til þessarar hirðar komu einn- ig konungar, er áttu í ófriði, og báðu hann hjálpar. Vandala- kóngurinn Geinserik kom og bað um hjálp gegn Rómverjum og Vestgotum, tveir Franka-kon- ungar, sem deildu um hásætið, báðu hann um liðveizlu, og jafn- vel systir Valentínusar keisara kom og bauð honum hönd sína, ef hann segði bróður hennar stríð á hendur. Þannig skiptist Evrópa í tvær fylkingar: að austan Húnar og Germanir, að vestan Rómverjar, Gallar og nokkuð af Germönum. Attila lagði 1 herferð til að gerast drottnari þeirra beggja. Það var ógurlegt og skelfandi að líta her Attila, er hann hélt til vesturs. Farið var meðfram Dóná til Rínar og komið þangað fyrstu mánuði ársins 451. Kjarni hersins var riddaralið Húna, og umhverfis þá fóru hersveitir þær, sem hinar undirokuðu þjóðir höfðu orðið að leggja til. Þar voru Austgotar, Gepídar, Suevar, Markomanar, Thyring- ar, Burgundar og Frankar. Þetta var eins og stórfljót, sem renn- ur fram og stöðugt vex og breikkar af því að taka í sig þverár. Þegar farið var yfir Rín, var herinn orðinn 500.000 manns, og við þennan herskara bættust álíka margar konur og börn, hundruð þúsunda af hestum, ux- um, geitum og ösnum. Á páska- dag stóð Metz í björtu báli, og í júní var setzt um Orleans, en á meðan fóru nokkrir tugir þús- unda riddara um allt Norður- Frakkland og rændu og rupluðu. Orleans varðist undir stjórn her- 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.