Heimilisritið - 01.01.1955, Page 29

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 29
skárra biskupa, en að lokum féll borgin. Þá var ekki að sökum að spyrja. Borgin var rænd, her- fangið sett á vagnana og fólkið gert að ánauðugum þrælum, er skipt var milli sigurvegaranna. Frá öllu Norður- og Vestur- Frakklandi var fólkið á stjórn- lausum flótta til suðurs. Þá kom sú frétt, að Aétius væri á leið- inni með her sinn til móts við Attila. Kraftaverk hafði gerzt. Á síð- ustu stundu höfðu þjóðir Vest- ur-Evrópu sameinazt; óljóst hug- boð sagði þeim, að þeirra biði ekki annað en dauði og dóms- dagur, ef þær tækju ekki hönd- um saman. Aétius hafði sent boð til þeirra allra og fengið þær til að hlusta á sig. Hér komu Burgundar, Frankar, Alemanar og Saxar, Gallar frá Mið-Frakk- landi, Theodorik Vestgotakóng- ur með mikinn her og loks Aétius sjálfur með legíónir sín- ar. Svo kænlega lét Aétius heri sína marséra hvern út af fyrir sig, að Húnana, sem enga upp- lýsingaþjónustu höfðu, grunaði ekkert um návist óvinanna, fyrr en hersveitir Aétiusar komu til Orleans. Húnarnir héldu undan, Þeim var veitt eftirför og veitt mikið tjón. Og nú voru töfrarnir rofnir. Þessir gulu riddarar, sem menn höfðu haldið ósigrandi, voru það ekki. Attila fór yfir Signu, inn í Champagne-hérað- ið. Þar voru víðir vellir, sem komu að góðu haldið fyrir ridd- aralið hans. Hér safnaði hann liði sínu, hér skyldi úrslitaorr- ustan háð. Héraðið nefndist þá Kata- lánsku vellir. Þá eins og nú var þetta sléttlendi frjósamt og vel ræktað. Að líkindum hefur orr- ustan verið háð í ágúst. Theo- dorik kóngur var með Vestgota í vinstra fylkingararmi, Aétius með rómversku legíónirnar í þeim hægri, og í miðju voru hin- ar ótryggari þjóðir. Attila stjórn- aði sjálfur her sínum, en hann var nú ekki jafn sigurviss og áð- ur. Um morguninn hafði hann látið sækja spámenn sína, og þeir höfðu spáð: „Þú munt bíða ósigur, en hershöfðingi óvinanna mun falla.“ Síðdegis hófst bar- daginn um hæð eina á miðju orr- ustusvæðinu. Aétius náði henni fyrst, og hermenn hans sendu örvadrífu gegn riddurum Húna. Nokkra stund stöðvaðist bardag- inn, en síðan kom til návígis, sem tók fram öllu, er áður hafðí þekkzt. Húnar göluðu sem úlfar og Rómverjar börðu á skildí sína. Vestgotar riðluðu hægra fylkingararmi Attila, en Teo- dorik konungur féll. Óðir af JANÚAR, 1955 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.