Heimilisritið - 01.01.1955, Side 33

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 33
ÓPERUÁGRIP XXI Hans og Gréta Ævintýraópera í þremur þátt- um eftir Engelbert Humperdinck. Texti eftir Adelheit Wette, sniðinn eftir samnefndri sögu í Grimms ævintýrum. Fyrst leikin í Miinch- en 1893. PERSÓNUR: Pétur, kústasraiður ............ Bariton Geirþrúður, kona iians.....Messosópran Hans, sonur þeirra ......... Messosópran Gréta, dóttir þeirra ............ Sópran Galdranornin .............. Messosópran Sandmaðurinn .................... Sópran Blómúlfar ....................... Sópran Fjórtún englar. 1. þnttur Heima hjá Hans og Grétu. — Börnin eru ein við vinnu sína. Fljótlega leggja þau frá sér vinn- una og reyna að gleyma sultin- um með því að dansa og syngja. Gréta: „Hvaða þrusk er í hálm- inum“. Hans: „Æ, .skárra er það allsleysið“. Þegar móðir þeirra kemur verður hún reið og skammar börnin fyrir hyskni við vinnuna. „Kallið þið það vinnu að vœla oq qala?“ Til að hegna þeim sendir hún þau út í skóg til að tína jarðarber. „Þið komið ekki aftur fyrr en karfan tekur ei meira, annars liýði ég ykkur og hárreiti, skuluð þið heyra“. Skömmu eftir að þau eru farin kemur faðir þeirra heim með fulla kört'u af mat. Hann hefur selt kústa. sína fyrir gott verð, fengið sér neðan í því. og er góð- glaður. „Já, fátœk, örfátœk erum við“. Hann spyr eftir börnunum og þegar honum er sagt, að þau hafi veríð send út í skóg til að' tína ber, verður hann hræddur um þau, því að á Ilsenstein er galdrakerlinin vonda, sem ginnir börn með töfrakökum. „Galdra- nornin grá af elli“. Foreldrarnir flýta sér út til að leita að Hans og Grétu. 11. þáttur Skógurinn þar sem börnin hafa verið að tína ber. Meðan Hans leitar að berjmn bindur Gréta blómsveig. „í skóginum lítill labbi býr“. Þegar gaukur- inn fer að gala herma þau eftir honum með' berin uppi í sér, en þegar hann heldur áfranr að gala renna þau þeim niður. Þeg- JANÚAR, 1955 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.