Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 38

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 38
ást hans var orðin að engu.“ „Ég er viss um, Beth, að það hefur skeð meira en þetta!“ „Hvað segirðu? í, já, auðvitað! Það, sem ég var að segja, var bara byrjunin. En hann hélt svona áfram allt kvöldið, varð, ef hægt var, verri og verri, og í kvöld, já . . . þá skeði það!!“ Frú Barnes gaut augunum á- hygggjufull til Coru og sagði fljótmælt: „Æ, Cora! Vertu nú væn og farðu fram í eldhús og hjálpaðu Jane með kaffið.“ Og litlu seinna bætti hún við hærri röddu: „Henni virðist ekki ganga sérlega vel með það!“ „Ég er alls ekki að hlusta!“ kallaði Jane úr borðstofunni. „Ég kom bara hingað til þess að sækja silfurkönnuna.“ Frú Barnes var svo skynsöm að svara þessu engu. „Flýttu þér, Cora! Og biddu Jane um að koma með kaffið.“ Cora fór með dræmingi. Og frú Barnes spurði óróleg: „Hvað gerðist þá, Beth mín?“ „Ég ætlaði mér ekki að segja frá því,“ sagði Beth, „en það er víst bezt, að þú fáir að heyra allt eins og það var.“ Hún hikaði andartak, svo kom það: „Harm . . . hann sló mig!“ Síðustu orðin hrópaði hún svo hátt, að amma hennar og frænka, sem höfðu verið komnar niður í anddyrið, komu þjótandi inn í stofuna. Júlía frænka var með útbreiddan faðminn. „Ó, veslings barn!“ kjökraði hún. „Komdu elskan og gráttu við barm frænku.“ Frú Barnes gamla, amma Beths, stóð með alvörusvip og horfði brúnaþung á tengdadótt- ur sína. „Hvað hefurðu hugsað þér að gera, Margrét?“ „Að svo komnu hef ég ekki aðhafzt annað en að biðja Jane um að koma með kaffi!“ Svarið fór ákaflega í taugarn- ar á tengdamóður hennar. Hún hristi höfuðið ásakandi og sagði: „Þú tekur alltof léttum tök- um á öllu, Margrét! Það hef ég sagt Charles oftar en einu sinni! Hvemig gaztu gefið aumingja Beth leyfi til að giftast þessum Rex. Svona manni, sem mis- þyrmir konunni sinni! Hvað hef- ur þetta gengið til lengi?“ „Hvað segirðu? Hvað lengi . . . aldrei, amma . . . ég meina . . . það var í fyrsta skipti í kvöld, og . . ■ og . . .“ „Og nú hefur hann farið frá þér! Bíði hann bara hægur og rólegur! Láttu mig tala við pilt, þá . . .“ „Nei, nei, amma!“ greip Beth fram í fyrir henni einbeitt. „Það 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.