Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 41

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 41
Beth. „Þú ert að gera gys að mér?“ „Hvernig dettur þér það í hug? . . . Ég vil bara reyna að hjálpa þér. Þú sagðist ætla að skilja við Rex; en þú hefur enga fram- bærilega ástæðu . . . enga, sem lögfræðingur gæti tekið gilda. Þú þarft því aðeins að vera hérna heima þangað til Rex sækir um skilnað.“ Beth var vandræðaleg og stamaði: „Þegar hann ýtti við mér, sagðist hann hafa runnið til á gólfinu og þetta væri óviljandi. Svo kannske væri bezt að ég tal- aði við hann, áður en . . .“ „Nei, það skaltu ekki gera!“ sagði frú Barnes ákveðin. „Þú skalt ekki vera gift manni, sem slær þig, hrindir þér og sýnir þér ósvífni og ofríki.“ „Já, en mamma . . . ég hafði misst dálítið koldkrem á gólfið, svo mér er næst að halda, að hann hafi sagt það satt, að hann hafi runnið, en . . .“ Hún þagnaði allt í einu, og þær heyrðu báðar, að bíll stað- næmdist fyrir utan garðshliðið. „Það er Ted,“ sagði frú Barn- es. \ „Nei, mamma! Það er Rex! Ég heyrði það á hljóðinu í bíln- um. Og . . . og mér þykir leiðin- legt að ég skyldi hafa gert svona uppistand, því mér er smátt og smátt orðið ljóst, að það var égT sem . . .“ Fótatak nálgaðist húsið, svo að frú Barnes tók fram í fyrir henni og sagði hlýlega: „Taktu þetta ekki nærri þér, vina mín! í eitt skipti getur nýgift kona leyft sér að hlaupa heim til mömmu sinnar. Hún á bara ekki að gera það aftur, því þá fær hún nefnilega leyfi til að verða hjá mömmunni!“ Það var hringt dyrabjöllunnh Beth hljóp fram og frú Barnes heyrði rödd hennar, sem titraði af örvilnan og iðrun. „0, ástin mín, ég hef hegðað mér eins og skepna! Og ég skal aldrei gera þetta framar, og . . . ó, Rex, Rex, ég var svo hrædd um, að þú myndir aldrei koma!“ Frú Barnes slökkti ljósið framan við útidyradyrnar og gekk upp stigann með sælubrosi. Hún stanzaði við hurðina á gestaherberginu, barði að dyr- um og setti upp viðeigandi al- vörusvip, áður en hún opnaði hurðina og sagði: „Ég ætlaði bara að segja þér, tengdamamma, að Beth hefur á- kveðið að fara eftir því sem þú sagðir. Hún er farin heim með Rex!“ . * JANÚAR, 1955 39

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.