Heimilisritið - 01.01.1955, Side 54

Heimilisritið - 01.01.1955, Side 54
horninu. Hún var vel búin og leit vel út, sennilega um hálf- fertugt; hún andaði hægt og reglulega, augun voru lokuð, og fallegar hendurnar hvíldu í kjöltu hennar. Hún hafði ekki bært á sér, er hann kom inn, og hann sá strax, að hún svaf svefni hinna réttlátu. Bara betra! Já, það væri bezt fyrir hana, að hún héldi áfram að sofa alla leiðina. Fjandinn hafi hana! Hann fékk sér gætilega vænan sopa úr ferðapelanum, síðan hallaði hann sér einnig aftur á bak, lokaði augunum og rifjaði upp fyrir sér hina æsandi við- burði síðasta sólarhrings. ÞETTA hafði verið mesti fengur, sem hann hafði klófest til þessa — og sá auðveldasti! Allt hafði svo að segja komið upp í hendurnar á honum. Greifafrúin hafði haldið mikils háttar kveðjusamsæti, áður en hún færi til útlanda daginn eft- ir. Hann hafði blátt áfram labb- að inn í húsið, ásamt fjölda ann- arra gesta, og komizt óséður upp á loft, meðan hin skemmtu sér niðri, og þegar hann var kominn inn í einkaherbergi hennar náð- ar, frúarinnar, sá hann, að allar dásemdirnar lágu þar á glám- bekk, og beinlínis biðu eftir því, að hann kæmi og hirti þær! Þessar hátignu frúr voru vissu- lega ótrúlega kærulausar. Þarna var það allt saman — roðastein- arnir frægu, demantamir og allt hitt — lá á snyrtiborðinu, ein- hver hafði bersýnilega verið í þann veginn að pakka niður gripunum fyrir burtför frúar- innar daginn eftir. Hann hafði í rólegheitum sópað því öllu nið- ur í rúmgóða vasa sína og farið sína leið. Svona auðvelt hafði það verið! Það hafði að vísu verið eitt atriði, og það var hin ólánssama stofuþerna. Það hafði sennilega verið hún, sem átti að pakka nið- ur gripunum. Hún hlaut að hafa vikið sér frá andartak og kom- ið aftan að honum, þegar hann stakk síðustu öskjunni í vasa sinn. Hann sá enn fyrir sér skelf- ingarsvipinn á andliti hennar, þegar hún opnaði munninn til að reka upp óp, en kúlan úr skammbyssu hans, sem var með hljóðdeyfara, hafði kæft ópið í fæðingunni. Já, þetta hafði ver- ið leiðinda atvik, en svona gekk það. Maður varð fyrst og fremst að hugsa um eigið öryggi. Að öðru leyti hafði allt geng- ið eins og í sögu. Honum var að vísu ókunnugt um, að lögregl- una grunaði hann, þó þeim hefði aldrei tekizt að sanna neitt á hann til þessa. Hann hafði því 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.