Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 55

Heimilisritið - 01.01.1955, Síða 55
ekki áraett að hafa skartgripina •á sér eða fela þá í herbergi sínu, ■en hafði pakkað þeim niður í 'venjulega handtösku og fengið hana geymda í fatageymslunni á jámbrautarstöðinni. Og hann hafði ekki sótt hana fyrr en hálftíma áður en lestin átti að íara. Og nú rann lestin áfram í myrkrinu um vetrarlegt lands- lag. Eftir tæpa þrjá tíma myndi hann verða kominn til Liver- pool, og þar ætlaði hann að leyn- •ast í nokkra daga, áður en hann héldi áfram til Leith, og þaðan ætlaði hann að reyna að komast með flutningaskipi til einhverr- ar Eystrasaltshafnar. Hann ætl- aði sem sé ekki að fremja það .glappaskot að flýja til útlanda um Harwich. Hann lét augun hvíla með vel- þóknun á töskunni. Þetta hafði allt gengið svo skjótt, að hann hafði ekki enn fengið tóm til að skoða feng sinn nánar. Því skyldi hann ekki gera það nú? Konan í hinu horninu svaf enn- þá vært eins og bam, og lestin stanzaði ekki á leiðinni. Hún myndi sennilega sofa þar til þau kæmu til Liverpool. Hann ásetti sér að hætta á það. Fyrst breiddi hann vasaklút- inn sinn á hnén á sér, því næst opnaði hann töskuna hljóðlega og tók öskjurnar upp, hverja af annarri og tæmdi þær á vasa- klútinn. Roðasteinar, smaragðar, demantar. Glitrandi, sindrandi haugur! Jafnvel þó Steinberg, hylmarinn í Antwerpen, byði honum aðeins fimmta hluta af verðmætinu eins og hann var vanur, átti hann þó að geta haft að minnsta kosti fimmtán þús- und pund út úr þessum gamla nirfli. Og með fimmtán þúsund pund í vasanum. . . . Ofur lítil hreyfing í hinu horn- inu kom honum til að líta snöggt upp. Ferðafélagi hans sat bein í sætinu og starði á hann með gal- opnum augum og undarlegum svip. „0, mig grunaði ekki, að það væru aðrir í klefanum,“ sagði hún með djúpri og þægilegri röddu. „Ég hlýt að hafa sofnað, áður en lestin fór.“ „Já,“ svaraði hann þurrlega. „Það var leitt, að þér skylduð ekki halda áfram að sofa.“ Hún gretti sig ofurlítið. „Það hljómar ekki sérlega kurteislega, verð ég að segja. Er- uð þér máske hræddur um, að ég muni ónáða yður með að tala það sem eftir er ferðarinnar?“ „O — nei! Það átti ég nú ekki við,“ svaraði hann afsakandi. „Ég átti bara við, að jámbraut- arferðalög eru ætíð þreytandi, JANÚAR, 1955 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.