Heimilisritið - 01.01.1955, Page 63

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 63
arri eins manneskju og Lindu,“ sagði .Eddi. „Hún er blátt. áfram einstök." „Það finnst mér líka.“ Eddi virti mig fyrir sér hugsandi á svip litla stund, áður en hann sagði: „Já, og nú, þegar Wayne er úr leik, þá endar það sjálfsagt með því, að þið lendið saman í hjónasænginni. Hvers vegna viltu nú vera að eyðileggja allt saman með því móti?“ Það skýrði ég ekki fyrir honum. „Jæja,“ sagði hann. „Eg get víst áreið- anlega ekki bjargað þér! Þú átt það við sjálfan þig, hvort þú vilt lenda í hnapp- eldunni. Hvað gengur eiginlega að öllu fólki? Ég er svo undrandi steinhissa!" Hann fór að verða eirðarlaus. Stóð •og nuddaði öðrum fætinum við hinn fótlegginn. „Jæja,“ sagði hann. „Ég held ég komi mér burtu og reyni að finna eitthvað spennandi. Við sjáumst seinna!“ „Heyrðu,“ hrópaði ég. „Komdu hing- að. Það er svolitið, sem ég þarf að spyrja þig um. Komdu!" Eddi hikaði; stóð á öðrum fæti og sneri hinum utan um hann. „Komdu hingað, vinurinn," sagði ég. „Hvað vilm?“ spurði hann. „Komdu hingað," endurtók ég. Eddi hreyfði sig ekki. Ég gekk til hans og lagði annan handlegginn yfir axlir hans. „Það er eitt, sem ég þarf að spyrja þig um,“ sagði ég í trúnaði við hann. „Hvað er það?“ Hann beið. „Það hefur víst ekki viljað svo til að þú hafir fundið rakhnífinn minn inni í herberginH?" spurði ég. „Þegar þú at- hugaðir líkið? “ Hann glennti upp augun og starði á mig með opinn munn. „Ég spyr bara,“ sagði ég og reyndi að láta eins og ekkert væri. „Nú,“ sagði hann loks. „Ég skal segja þér hvernig þetta var.“ Ég beið. „Ég fann sem sagt rakhnífinn þar inni; hann lá á rúminu,“ sagði hann. „Jæja?“ Hann var dálítið skömmustulegur á svipinn. „Jú,“ sagði hann. „Setjum sem svo, að það hefði átt að taka einhvern, sem ég kærði mig ekki um að yrði ákærður? Þú mátt ekki gleyma því, að þá vissi ég ekki eins mikið og ég vissi seinna. Ég heyrði ekki nema lítið af því, sem talað var þarna úti í nótt. Setjum sem svo, að Linda hefði lagt rakhnífinn þarna? Heldurðu, að ég hefði sætt mig við að láta hann þá finnast þama?“ Ég fullvissaði hann um, að ég skildi hann. „Svo tók ég hann,“ sagði hann. „Bara svona til vonar og vara.“ Að svo búnu sýndi Eddi það á ótví- ræðan hátt, að hann vildi fara. Hann þrýsti höndunum djúpt í buxnavasana, sneri baki í mig og fór að blístra lag- leysu. Ég lét hann eiga sig. Ég gekk frá honum og hélt heim að húsinu. Þar var allt með kyrrum kjörum og dauðaþögn yfir öllu. 1 stað þess að hafa róandi áhrif á mig, eins og ætl- azt er til að þögnin hafi, varð ég enn- þá eirðarlausari. Sólin var næstum hnig- in til viðar, og hálfrökkrið sveipaði allt í fjarræna og óraunverulega móðu. Mig langaði til að sjá Lindu. Ég viidi tala við hana, svo að við gætum full- vissað hvort annað um, að þetta væri einungis ljót martröð og að helgin hefði í rauninni verið indæl. Ég gekk inn í húsið, en gat hvergi fundið hana. Og allt í einu datt mér í hug, að mig lang- aði til að synda, því þá kæmist ég kannske í betra skip. Ég arkaði yfir JANÚAR, 1955 61

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.