Heimilisritið - 01.01.1955, Page 64

Heimilisritið - 01.01.1955, Page 64
túnið og fann rakt og svalt grasið strjúkast um öklana; ég gekk áfram yfir í birkilundinn og komst að sundhyln- um. A eftir, þegar ég var kominn í bað- kápuna, var ég betur upplagður en nokkru sinni fyrr þennan dag. Þegar ég gekk til baka gegnum ávaxtagarð- inn, var sólin horfin, næturfjólan ang- aði og lítill héri stökk yfir gangstíginn fyrir framan fæturna á mér. Eg fór að blístra lágt. Linda sat fyrir framan húsið og beið mín. Hún var klædd eins og hún væri að fara á ball. Hún var í hvítum síð- kjól, eða slopp sem hneig í gljáandi fellingum niður á fætur hennar. Aldrei hafði ég séð hana í honum fyrr. Aldrei fyrr hafði ég séð hana svo dásamlega. „Þú ert aðdáunarverð," sagði ég. Hún brosti. ,,Þú crt það,“ sagði ég. „Þetta er bara náttkjóll," upplýsti hún.“ „Hvað ertu aS segja?" „Ekki svona ákafur, ástin,“ sagði hún. „Náttkjóllinn er innan undir sloppnum. Þeir eiga saman. Þú mátt ekki halda, að ég sé neitt dónalega klædd.“ „Má ég kyssa þig?“ spurði ég. „Eða á ég að punta mig fyrst?“ „Þú ræður því sjálfur." Ég sló þvf ekki á frest. ,,Tom,“ sagði hún seinna. „Þeir hafa sótt Daisy og gamla manninn." „Við skulum ekki tala um það,“ sagði és- „Viltu einn lítinn?" spurði ég. „Nei takk.“ Það vildi ég ekki heldur. „Eitt er það, sem mig langar til að vita,“ sagði hún. „Hvers vegna var Daisy skorin á háls, eftir að höfuðkúp- an á henni hafði verið brotin?“ „Það er auðvelt að reikna út,“ álelt ég- „Hvernig þá?“ „Setjum sem svo, að tengdamamma þín hafi ekki treyst karlinum fullkom- lega,“ sagði ég. „Setjum svo, að þegar hann kom aftur, eftir að hann hafði kastað stjakanum í hylinn, hafi hún vilj- að vita vissu sína. Setjum sem svo, að hún hafi tekið fram rakhnífinn minn og sagt: Hérna er ágætur rakhnífur, sem þessi Patridge á. Notaðu hann. Skjótztu upp og skerðu hana á háls. — Þannig hefði þetta getað verið.“ ,,Já.“ Linda gekk skref frá mér. „Eða setjum sem svo, að hún hafi ekki einu sinni sagt þetta við hann, heldur far- ið sjálf þangað upp.“ Rödd hennar var mjög lág og óttaslegin. „Setjum sem svo að hún hafi sjálf tekið rakhnífinn og . . . og . . „Nei,“ sagði ég. „Hvers vegna ekki?“ „Af því Eddi læsti dyrunum á eftir sér.“ „Alveg rétt,“ sagði hún. „En við skulum aldrei minnast á það aftur. Við verðum að reyna að láta eins og það hafi aldrei skeð.“ „Já, en það er eitt, sem ég verð að tala við þig um,“ sagði ég. „Og hvað er það?“ Ég gaf mér tíma til að kvcikja í sígarettu, áður en ég svaraði. „Þú þurftir ekki að vera svona fjári góð leikkona! sagði ég. „Hvað áttu við með því?“ „Þetta millispil við Wayne,“ sagði ég. „Mér leið afleitlega.11 „Heyrðu nú ástin mín,“ sagði hún. „Ef ég hefði ekki sannfært þig, hefði ég ekki heldur getað sannfært hann. Ég varð að leggja gildru fyrir móður hans, og mér var nákvæmlega sama, 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.