Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 48
Hann hóf að leiða hana fram- hjá spilaborðum og í áttina að barnum, en hún streittist á móti. „Nei, ekki þangað inn, þaðan eru aðeins einar útgöngudyr og mér finnst ég vera í gildru. Við skul- um fara inn í danssalinn." Þau fóru inn í hinn stóra sal, þar sem fólk dansaði evrópska sömbu í ákafa. Hann lét hana velja borð, innst inni í horni, þaðan sem sá til inngangsins inn í spilasalinn. Hann pantaði drykki handa þeim. „Þér eruð Ameríkumaður,“ sagði hún, „maður fer ekki eins hjá sér með Ameríkönum. Þeir eru svo vingjarnlegir.“ Hún sneri koníaksglasi sínu. Hún hafði litlar yndislegar hendur og fallega handleggi — þeir voru ávalir og örlítið sólbrenndir. Trant leizt vel á hana. „Ef til vill,“ sagði hún lágt, „ef til vill getið þér hjálpað mér.“ „Eru það peningar?“ „Nei, nei, það er ekki það. Það er------mér þykir fyrir því, að ég haga mér svona kjánalega. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Eiginmaður minn . . .“ „Eiginmaður yðar?“ „Hann reyndi rétt áðan að myrða mig.“ Hún fór hjá sér. „Þetta eru mestu vandræði. Hann er frá Brazilíu. Afar rík- ur og af góðu fólki. En þegar hann er drukkinn verður hann óheflaður ruddi. Aðeins vegna þess að ég fór út að sigla með ungum Englending, sem er gam- all kunningi minn, þá varð hann brjálaður af afbrýðisemi. Við búum 1 listisnekkju niður við höfnina. Hann elti mig öskrandi um allan klefann. Svo náði hann í skammbyssu sína og hleypti af. Hann hefði drepið mig. Hann ætlaði sér það. Til allrar ham- ingju var hún ekki hlaðin, og á meðan hann leitaði að skotum, tókst mér að sleppa. „Hvenær var þetta?“ spurði Trant. „Fyrir fáum mínútum. Ég flýtti mér hingað, því hér áleit. ég mig örugga.“ „Og þúsund franka spilapen- ingurinn?“ Hún yppti öxlum. „Ég var hrædd. Ég verð að komast frá Cannes. Ég má til. Þúsund frankar var allt, sem ég var með í töskunni. Það var ekki nóg til þess að komast neitt. Ég fékk þá kjánalegu hugmynd, að ef ég spilaði og ynni. . . .“ Hún horfði yfir öxl hans í átt- ina að dyrunum á spilasalnum og óttasvipur varpaði skugga á andlit hennar. „Standið þér upp,“ sagði hún og tók andköf. „fljótir. Horfið á mig. Látið eins. 46 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.