Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 37
fæ fleiri brandaraskeyti, fáið þér að kljást við nokkuð, sem er verra en mannætur, þ. e. a. s. undirritaðan. Richard L. Reed. HRAÐSKEYTI RICHARD L. REED FIX FILM, HOLLYWOOD Vér hlýðum, herra hershöfðingi. Georg. HÓTEL STATLER NEW YORK Flugpóstur 9. júlí Hr. Richard L. Reed, auglýsingastjóri Fix Film, Hollywood. Kæri Richard! Ég hefði ekki trúað því að Holly- wood gæti komið mér á óvart, því ég hef haft þá ánægju að þekkja hana í tuttugu ár, og áleit, að ég þekkti aila * leikskrána. Ónei. Ég skal verða fyrstur til að viðurkenna, að mér skjátlaðist. í þetta sinn hafið þér sannarlega upphugsað nokkuð, sem sómir sér við hliðina á atómsprengjunni — að minnsta kosti smærri tegundinni. Elsku, kæri Richard! Ég get ekki far- ið í sýningarferð með þessum mannæt- um. Það yrði auðveldara að sýna gjós- andi eldfjall á mörkuðunum. Þetta er ágæt hugmynd, en hún er bara komin úr neðsta víti. Ég veit svo sem, að þér hafið aðeins gott í hyggju, en það hafa ekki þessir náungar. Þeir haga sér þann- ig að það gæti fengið böðul til að skjálfa í hnjáliðunum. Og þegar þeir horfa á mig, er það eins og einhver hafi lofað þeim svínasteik til hádegisverðar. Þeir tala mál, sem heilt þing málfræðinga botnaði ekki upp né niður í, og allur ÁGÚST, 1955 klæðnaður þeirra samanstendur af fjór- um meðalstórum fjöðrum, sem hægt væri að koma fyrir á hernaðarlega mik- ilvægari stöðu en þar, sem þeir hengja þær á sig. Hvað vopnum viðkemur, þá bera þeir ekki aðeins spjót, heldur einn- ig hnífa, sem eru svo stórir, að hægt væri að kljúfa sumarbústað í tvennt með þeim, og komi maður nálægt þeim bregða þeir hnífunum svo að hvín í loft- inu. Ég er í engum vafa um, að við höf- um fengið senda bandvitlausa gerð. Þið hljótið að hafa pantað vitlaust verðlista- númer hjá Bill gamla. Skipstjórinn á ,,Spitsbergen“, gamall norsari, Sörensen að nafni, sem hefur ekki meiri taugar en gufuvaltari, geymdi þá í skipsfang- elsinu á leiðinni. Sörensen viðurkenndi, að borgað hefði verið fyrir þá á fyrsta farrými, en hann sagðist þá fyrst hafa sofið rólega, er þeir voru komnir bak við fangelsisrimlana. Það lítur út fyrir að þeim hafi verið nákvæmlega sama, hvar þeir lágu sjóveikir. Jæja, nú eru þeir komnir, og hvað skal nú gera? Ég held, að það yrði ekki einu sinni tekið við þeim á geðveikra- hæh, svo að þeir sitja ennþá í fangelsinu um borð hjá Sörensen, og ég ætla ekki að leika húsaleigunefnd og útvega þeim annan samastað. „Spitsbcrgcn“ þarf bæði að losa farm og lesta, og það tekur nokkra daga. Ég legg því til, að við látum þá vera þar sem þeir eru komn- ir, og borgum svo Sörensen fyrir að flytja þá til baka. Það getur ekki kost- að svo mikið að leigja skipsfangelsi undir sex náunga. Látið mig vita álit yðar, og það helzt sem fyrst. Með eins vingjarnlegum kveðjum og ástæður leyfa. Georg. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.