Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 4
vön. Michael ákvað að bíða og spyrja frú Nolan. „Kemur frú Nolan á morgun?“ spurði hann. „Hún kemur áreiðanlega,“ svaraði Carroll. „Ég gef þér tíu sekúndur til að ljúka við bæn- ina.“ Michael gretti sig við þessum úrslitakosti. „Ég hélt þú vildir að ég læsi hægt. — Heilaga María, Guðs móðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.“ — Hann leysti sundur hendur sín- ari „Mun hún gera það?“ „Gera hvað?“ „Biðja fyrir okkur nú og á dauðastundU vorri amen?“ Bænarorð Michaels læstu sig inn í vitund Carrolls og festust þar, enda þótt hann brosti. „Já,“ svaraði hann og lagði pípuna sína á brotinn disk á borðinu til hliðar við sig. Hann hafði ekki tæmt öskubakka tvo síðustu dagana. Frú Nolan ætlaði að hugsa eitthvað til hans í fyrra- málið, eins og hún var vön að gera í viku hverri þegar hún kom og tók til í íbúðinni og ann- aðist þvottinn. „Hvað gott getur hún gert?“ spurði Michael. „Komdu þér í rúmið, litli ó- þekktarormur,“ anzaði Carroll nokkuð harðlega. „Hún er farin að ganga tíu.“ „Hvað gott getur hún gert?“ „Hún getur hjálpað þér til að fá hvaðeina sem þú vilt. Ég býst við að hún muni verða til að hjálpa þér til að klifra upp til himna, þegar þar að kemur. Þú veizt allt um himnaríki, býst ég við?“ Michael fannst hann þurfa að verja sig. „Auðvitað geri ég það.“ „Gott og vel, komdu þér þá í bólið.“ En Michael átti eftir að ljúka einhverju, sem honum var örð- ugt. „Meinarðu það, að hún muni biðja Guð um allt, sem ég vil, og að hann muni láta hana fá það handa mér?“ „Hún er nú einu sinni móðir hans.“ Michael reis á fætur og kyssti föður sinn innilega á vangann. Síðan gekk hann út úr stofunni, og Carroll heyrði fótatakið frá nöktum iljum hans þar sem hann gekk gegnum anddyrið. Rúmið brakaði um leið og Mic- hael lagðist fyrir í því. Carroll opnaði dagblaðið sitt, las nokkr- ar línur, henti því síðan frá sér. Hann fann til þreytu; ef til vill myndi honum takast að sofna í nótt. Hann stóð á fætur, smeygði axlaböndunum af herðum sér, losaði hnútinn á bindinu, henti 2 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.