Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 8
lan með sinni djúpu röddu. — Carroll settist upp í rúminu. Það var of seint að segja varn- aðarorð við frú Nolan. „Biðjið þér um hluti, þegar þér lesið bænimar yðar, frú No- lan?“ spurði Michael ákafur. „Það geri ég.“ Panna heyrðist falla á gólfið. „Margan óhreinan stað hef ég séð um dagana, sem var þó hreinn miðað við eldhús- ið atarna,“ sagði frú Nolan. „Þið hagið ykkur eins og villimenn, vikurnar út í gegn. Hamingjan hjálpi ykkur, ég segi ekki meir.“ „Færðu alltaf það sem þú bið- ur um?“ spurði Michael. „Það er nú undir ýmsu kom- ið, býst ég við. Ég reyni nokk- urn veginn að skilja, hvað það er, sem minn góði Guð vill sjálf- ur láta mér í té, og það bið ég hann um — annað ekki.“ „Þannig fór ég að því að eign- ast þennan hníf.“ sagði Michael. „Hann hefur bæði lítið blað og stórt blað, auk þess korktrekkj- ara, og al til að stinga í leður.“ „Þú hlýtur að hafa beðið mjög heitt og innilega,“ svaraði frú Nolan. í rödd hennar heyrðist samt enginn vottur undrunar. „Ég bað bara Heil sértu Mar- ía,“ sagði Michael, „en ég bað fjarska hægt, á þann hátt, sem pabbi sagði mér að ég ætti að biðja.“ Andartak var Michael þögull. „En í kvöld ætla ég að biðja um eitt, sem raunverulega er einhvers virði. Ég bað bara um hnífinn til þess að vita, hvernig færi. — Þegar þú kemur hingað 1 næstu viku, verður tekið á móti þér af fleirum en mér og pabba.“ Frú Nolan varð hin önugasta í röddinni, er hún spurði: „Ein- hverri, sem verður komin í minn stað, kannske?“ „Hún bjó hér hjá okkur pabba, áður en þú komst,“ svaraði Mic- hael, og rödd hans bjó yfir mikl- um leyndardómi. „Og nú kemur hún aftur.“ „Michael!“ hrópaði Carroll. Michael hljóp á dyr. Hnífur- inn gljáði í hendi hans. „Sjáðu, hvað ég hef fengið,“ mælti hann. „Ég var að sýna frú Nolan hann.“ „Komdu hingað,“ skipaði Car- roll. Þegar Michael var kominn að rúmstokknum, laut Carroll yfir hann og tók báðum hand- leggjum utan um hann. Hann hafði aðeins eitt við barnið að segja, og það var ekki hægt að segja nema á einn hátt, með því að flýta sér og undirbúnings- laust. „Mér þykir vænt um. að þér líkar hann,“ sagði hann. „Ég keypti hann handa þér hjá hon- um Ramatsky í gærkvöldi. Þetta var sá stærsti og fallegasti, sem hann átti.“ * 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.