Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 14
ar hversu vel hún og Peter höfðu ávallt skemmt sér saman. Hún var allt í einu komin í ljómandi skap, og dagurinn var svo sól- bjartur og hlýr og það var rétt eins og hún hefði verið flutt í skyndi til einhverrar f jarlægrar, suðrænnar strandar. — Maðurinn minn tilvonandi er líka ásjálegur, sagði hún. Hann er fremur vel efnaður. Hann er arkitekt og býr í Edin- borg. — Edinborg? Þá verður þú að búa þar. Heldurðu ekki að þú munir sakna Lundúna? — Jú, það geri ég sjálfsagt — til að byrja með. — Bara að þú sjáir ekki eftir því. — Nei, það skaltu ekki vera hræddur um. Það á ekki við mig að vera ein. — Nei, það er tiltölulega auð- velt að fá skilnað, sagði hann, — en það er ekki líkt því eins þægi- legt að vera fráskilinn. — Nú, hefur þú fundið fyrir því líka? Þjónninn færði þeim nú drykkjarföngin, og á meðan Pet- er var að borga honum tók hún eftir því að hann var með all- mörg grá hár við gagnaugun, og við munnvikin voru hrukkur, sem hún hafði ekki séð fyrr. Hún tók upp púðurdósina sína, og hún veitti því athygli á með- an hún horfði í spegilinn hvern- ig Peter virtist ætla að gleypa hana með augunum, en hún leit ekki upp. — Maður venur sig á að búa með ann^rri manneskju, sagði hann, — og svo hverfur þessi manneskja allt í einu, og maður er aleinn. Hún leit á hann alvarleg og sagði með hægð: — Það er öðru vísi þegar það er dauðinn, sem skilur fólk að. Þá getur maður alltaf huggað sig við — minning- arnar. — Þú átt við, að jafnvel þótt það sé sorglegt, þá sé það eðli- legra? — Já, dauðinn er ef til vill eins og sverð — en hjónaskilnað- urinn er tvíeggjað sverð, sem særir til beggja hliða. Andartak sátu þau þögul og horfðu út yfir hafið á meðan þau rifjuðu upp fyrir sér atvik úr hjónabandi þeirra, sem hafði lokið svo skyndilega fyrir einu ári. — Þú varst vön að segja að það væri eins að vera gift aug- lýsingamanni og að vera gift landkönnuði. Manstu eftir því Lydia? Hún brosti. — Já, og það var alls ekki svo vitlaust. Þú varst svo niðursokk- 12 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.