Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 20
ÞEGAR hann kom var hún ró- leg og örugg, og jafnvel ljóminn í augum hans og ánægjubrosið, sem lék um varir hans gerðu það að verkum að hún var ennþá staðráðnari í að láta hann ekki hafa nein áhrif á sig — hvað sem hann segði. Hann sagði henni strax hvað hefði skeð. Hann hafði farið til York til að slíta trúlofun sinni og Betty Brennan, en áður en hann gat komið upp orði hafði hún sagt honum að ekkert gæti orðið af giftingu þeirra. Hann skellihló þegar hann sagði henni þetta, og' Lydia gat ekki stillt sig um að skjóta inn í: — Ég sé ekkert hlægilegt við þetta, Peter! Og auk þess er ég alls ekki viss um að þú sért að segja mér satt. — En ég er að segja þér satt, elsan mín! — Upp á æru og trú! Betty hafði, eftir því sem hún sagði mér, verið ástfangin af manni. Svo urðu þau ósátt og þá játaðist hún mér. En svo kom hann aftur, uppfullur af auð- mýkt og afsökunum, gullnum loforðum og ást og grátbað hana að taka sig í sátt. — Ég vona að þú hafir ekki verið svona ánægður á svipinn á meðan hún var að segja þér það, sagði Lydia. — Nei, nú máttu ekki halda mig verri en ég er, sagði hann hlæjandi. Ég staðhæfði kannske ekki beinlínis að hjarta mitt væri sundur kramið, en mér heppnaðist þó að vera dálítið sorgbitinn á svipinn. — Þú ert nú samt mun verri, Peter, sagði Lydia, sem þóttist nú vita að Peter segði satt. Hann gekk til hennar og lagði hendumar á axlir henni. — Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta þýðir, Lydia? Nú get- um við gift okkur. Snerting handa hans kveikti loga í hörundi hennar, og hjart- að dansaði í barminum, en hún sleit sig af honum. — Þú gleymir víst alveg Phi- lip. — Philip? Já, en herrann trúr! Þú getur þó ekki farið að giftast honum núna. Þú elskar hann ekki, það hefur þú sjálf sagt mér eins og þú manst. Þú verð- ur að segja honum það með til- hlýðilegum orðum. — Það — það get ég ekki Peter. . . . Ef hann væri bara ekki svona viss í sinni sök, svona viss um að hún myndi gera nákvæmlega það, sem hann vildi að hún gerði. Hún varð að láta hann finna að hann gæti ekki alltaf fengið vilja sínum framgengt. — Hvað á þetta nú að þýða, 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.