Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 18
kyssti hana — skyndilega —
beint á munninn.
Og svo hvarf hann.
HENNI gekk illa að sofna um
kvöldið, því að hugsanirnar voru
á sífelldri hringrás í höfði henn-
ar. En þegar blikaði fyrir gráum
degi stórborgarinnar, var hún
komin að þeirri niðurstöðu að
hún gæti ekki gifzt Philip. Það
var ómögulegt — af því að hún
elskaði Peter ennþá. Það öryggi
og sú ró, sem hún þráði, yrðu
aðeins falskar skuggamyndir ef
hún giftist manni, sem hún elsk-
aði ekki í fullri einlægni. Held-
ur skyldi hún þola einmanaleik-
ann og ástúðarleysið en skýla sér
bak við hamingju, sem ekki var
annað en ímyndun.
Þegar Lydia hafði loksins tek-
ið ákvörðun sína færðist yfir
hana dásamlegur friður. Það var
eins og hún hefði rifið bindi frá
augum sér, og sá nú ljóslega að
virðing og aðdáun og vinátta
gátu ekki vegið upp á móti ást.
Hún vildi ekki skjóta á frest
þeirri leiðu nauðsyn að segja
Philip að hún gæti ekki gifzt
honum, og hringdi til hans til
Edinborgar strax og hún hafði
drukkið morgunkaffið.
Hann kom til Lundúna þá um
kvöldið, hávaxinn, ungur maður
með öldungsfas og rödd, sem
16
hvorki bjó yfir glóð né sannfær-
ingu. Þar sem hún bjóst ekki
við að hitta Peter oftar lét hún
ósagt í viðtali sínu við Phil að
hún hefði hitt fyrrverandi eigin-
mann sinn.
Phil hlustaði á hana án þess
að bregða svip, og þá loks er hún
hafði lokið máli sínu sagði hann:
— Ég vildi óska, kæra Lydia,
að ég mætti vona að þú féllir
frá ákvörðun þinni.
— Það kemur ekki til mála,
svaraði hún, og undraðist hversu
rólega hann tók fregninni.
— Nei, það er ég líka hrædd-
ur um. Mig hefur alltaf rennt
grun í að þú elskaðir mig ekki á
sama hátt og ég elska þig.
— Mig tekur það virkilega
sárt, Philip. Það er mér að kenna
og mér einni.
— Maður ræður því miður
ekki sjálfur tilfinningum sínum
á því sviði, svaraði hann af skiln-
ingi, og Lydiu féll allt í einu
enn betur við hann en nokkru
sinni fyrr. Hana langaði til að
gráta þegar hann var farinn, en
svo datt henni allt í einu í hug
að Philip hefði ekki átt að taka
þessu svona rólega ef honum
hefði þótt virkilega vænt um
hana. Hvers vegna hafði hann
ekki reynt að fá hana til að falla
frá ákvörðun sinni? Var hann
greindari en hún hafði haldið?
HEIMILISRITIÐ