Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 10
að vandræðum Neddu. Canio, sem hefur elt Silvio, en ekki náð honum, kemur nú aftur og reyn- ir í ofsabræði að reka Neddu í gegn, en Beppo kemur í veg fyrir það með því að hrifsa af honum rýtinginn. Beppo fær Neddu til að klæðast leikbún- ingnum fyrir sýninguna, en Ca- nio missir allan mátt af örvænt- ingu og hugarvíli. Canio: „Ör- vita af harmi“. II. ÞÁTTUR Sama svið og í I. þætti. Þorps- búar koma og ganga til sæta sinna. Silvio er meðal þeirra og þegar Nedda er að safna að- gangseyrinum biður hún hann að gæta sín fyrir Canio. Leikur- inn hefst. Nedda leikur Colum- bine og í fjærveru eiginmanns síns, Fíflsins (Caino) vonast hún til að hitta Harlekin (Bebbo) í einrúmi, en í stað hans kemur Pantalone (Tonio) og tjáir Col- umbine ást sína á sinn flónslega hátt. Hún hafnar honum og í því kemur Harlekin inn um gluggann. Columbine og Har- lekin setjast nú að kvöldverði, en allt í einu þýtur Pantalone inn og segir þeim að Fíflið, sem þau bjuggust alls ekki við, sé að koma. Harlekin kemst undan út um gluggann eftir að Colum- bine hefur kvatt hann vel. Eigi er hann fyrr horfinn en Fíflið kemur og krefst þess, að fá að vita hver elskhuginn sé. Colum- bine þykist ekkert vita. Canio, sem nú er orðinn trylltur af af- brýðisemi, heimtar hvað eftir annað nafn elskhugans. Fram að þessu hafa áhorfendurnir álitið að um frábærlega góðan leik væri að ræða, en nú sjá þeir að hér er enginn leikur á ferðinni heldur að hér eru að gerast raun- verulegir, stórbrotnir og hörmu- legir atburðir. Canio hefur nú misst alla stjórn á sér, þrífur rýting af borðinu og rekur konu sína í gegn með honum í hjarta- stað. Silvio dregur rýting sinn úr slíðrum og þýtur að leiksvið- inu í því er hin deyjandi Nedda kallar á hann til hjálpar. Canio rekur rýting sinn í brjóst hans. Canio: „Ég er ei Punchinello — ég er maður“. Þorpsbúar um- kringja hann og afvopna. Eins og hann viti hvorki í þennan heim né annan segir hann: „Leiknum er lokið“. * Piparsveinn t Boston ánafnaði allar eigur s'tnar eftir sinn dag peim þrem- ttr stiílkum, sem höfðu hafnað hónorði hans. „Ég á þeim að pakka allan þann frið og alla þá hamingju, sem ég hef orðið aðnjótandi á langri eevif' sagði hann. 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.