Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 31
um uppruna kynstofnanna í
Evrópu.
Aðrar fornar tegundir „nú-
tíma“-mannsins ’hafa fundizt í
Norður- Austur- og Suður-Afr-
íku, en Rhodesíu-maðurinn kem-
ur okkur á sporið til fomra teg-
unda „nútíma“-mannsins á Java,
þaðan til fomra „nútíma“-teg-
unda í Ástralíu og loks til nú-
tíma Ástralíumanna; og einhver
tegund frummannsins, frá ofan-
verðri síðari steinöld, eða e. t. v.
frá mesolithisku eða öndverðri
neolithisku öldinni (úr grísku:
mesos — milli, mið, og neos —
nýr), náði til Ameríku frá Asíu.
Það kann að verða til nokkurs
gagns að taka saman ágrip meg-
in-röksemda þessa kafla. Flestir
vísindamenn halda því fram, að
rekja megi uppruna manns og
apa til sameiginlegs forföður,
sem hafi verið uppi á öndverðu
tertiertímabili jarðfræðilegs
tímatals. Apamir greinast fljótt
burt frá stofninum, og við eftir-
líkingu samhæfast þeir svo ger-
samlega lífinu í umhverfi sínu,
að frekari þróun stöðvast. Sum-
ir verða aldauða, en aðrir auka
kyn sitt, sem haldizt hefur við
fram á þennan dag. Af frumteg-
undum þeim, sem orðið hafa al-
dauða, hafa fundizt steingerv-
ingar, sem sýna skyldleika við
ættbálk mannsins.
Af þeim steingervingum, sem
sérstaklega eru mannlegs eðlis,
hafa frumtegundir fundizt í Pit-
hecanthropus, Peking-mannin-
um og Piltdown-manninum.
Þessar tegundir, sem slíkar, urðu
aldauða, en þær sýna sérkenni,
sem sumpart vegna apa-lögunar
sinnar benda til uppruna síns,
og sumpart, vegna fyrirboða síns
um sérkenni „nútíma“-manns-
ins, benda til þeirrar þróunar-
stefnu, sem var að mótast.
Mistök og sigrar
NEANDERTHAL-maðurinn er
hins vegar sérhæfð frumtegund,
frávikinni þeirri stefnu, sem
þróun nútímamannsins tók. Þeg-
ar séreðli hans hafði náð fullum
þroska, auðnaðist honum að
njóta yfirburða sinna um skeið,
en tókst ekki að laga sig eftir
breyttum skilyrðum loftslags og
umhverfis og varð aldauða. Ætt-
leggur nútímamannsins sýnir, að
honum tókst betur en fyrirrenn-
urum hans að leggja niður eig-
indir sameiginlegar öpunum, þar
sem hann gat forðazt þróun
þeirra sérkenna, sem hjá apa-
frændum mannsins orsökuðu
samlögun við umhverfið. Maður-
inn þroskaði starfsvit sitt og
andlegt atgervi og tókst þannig
að varðveita samlögunarhæfi-
leika sína og efla um leið sér-
ÁGÚST, 1955
29